Eng­in und­an­skot og eng­inn skandall seg­ir skipta­stjóri Prime Tours

Fréttablaðið - - +PLÚS - – smj

„Vig­dís Hauks­dótt­ir er kannski í leit að skan­dal, en hann er ekki þarna,“seg­ir Arn­ar Þór Stef­áns­son, skipta­stjóri þrota­bús Prime Tours.

Ásak­an­ir hafa ver­ið um kenni­töluflakk eft­ir að stjórn Strætó bs. gaf heim­ild til að fram­selja ramma­samn­ing Prime Tours til Far-vel ehf. sem er í eigu sömu að­ila.

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Mið­flokks­ins, þar á með­al Vig­dís Hauks­dótt­ir, lögðu fram harð­orða bók­un í vel­ferð­ar­ráði.

Arn­ar Þór bend­ir á að markmið bús­ins sé að há­marka eign­ir með sölu verð­mæta, sem í þessu til­felli séu rúm­lega tutt­ugu bíl­ar, sér­hann­að­ir til að aka fötl­uð­um. Hann hafi helst vilj­að selja þá alla í einu og að hag­ur bús­ins hafi ver­ið að gera það sem fyrst.

„Ég var í sam­bandi við flesta þessa að­ila sem eru bún­ir að vera að kvarta og sagði þeim að koma með til­boð í bíl­ana og samn­ing­inn. En það var lít­ið um það. Þetta var eini að­il­inn sem kom með til­boð í all­an pakk­ann og greiddi mark­aðs­verð sam­kvæmt verð­mati fyr­ir. Það voru eng­in und­an­skot í þessu,“seg­ir Arn­ar Þór. Hann bæt­ir við að Hjör­leif­ur Harð­ar­son, eig­andi Far-vel og áð­ur Prime Tours, hafi kom­ið heið­ar­lega fram í öllu þessu ferli.

„Oft er mik­ill óheið­ar­leiki, alls kyns æf­ing­ar og und­an­skot þeg­ar mað­ur kem­ur að þrota­bú­um. Ekk­ert slíkt hér. Þeir lögðu spil­in á borð­ið. Það var ein­hver for­tíð­ar­vandi sem varð þeim of­viða og þeir gátu ekki unn­ið fram úr, þó þeir reyndu.“

Arn­ar Þór Stef­áns­son, lög­mað­ur og skipta­stjóri þrota­bús Prime Tours.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.