Sam­herji lagði Seðla­bank­ann

Fréttablaðið - - +PLÚS - – gar

„Öll­um full­yrð­ing­um og ásök­un­um Seðla­bank­ans á hend­ur Sam­herja og starfs­fólki okk­ar hef­ur ver­ið hnekkt og bank­inn beð­ið af­hroð,“seg­ir í pósti að­aleig­enda Sam­herja til starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins í kjöl­far dóms Hæsta­rétt­ar í gær.

Hæstirétt­ur stað­festi í gær nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms um ógild­ingu ákvörð­un­ar Seðla­bank­ans um að leggja 15 millj­óna króna stjórn­valds­sekt á Sam­herja vegna meintra brota á regl­um um gjald­eyr­is­mál.

„Með þess­um dómi lýk­ur end­an­lega tæp­lega sjö ára að­för Seðla­bank­ans á hend­ur Sam­herja,“seg­ir í fyrr­greind­um pósti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.