Seg­ir Orku­veit­una slá dýr lán fyr­ir arð­greiðslu

Stjórn­ar­mað­ur í Orku­veitu Reykja­vík­ur seg­ir óvið­un­andi að fé­lag­ið sé reglu­lega skuld­sett til að upp­fylla skil­yrði til arð­greiðslu. Fram­kvæmda­stjóri hjá Orku­veit­unni seg­ir bankalán fyr­ir­tæk­is­ins einn lið í því að hækka veltu­fjár­hlut­fall.

Fréttablaðið - - +PLÚS - FRÉTTA­BLAЭIÐ/EYÞÓR FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK krist­inn­ingi@fretta­bla­did.is

Stjórn­ar­mað­ur í Orku­veitu Reykja­vík­ur seg­ir al­var­legt mál að fé­lag­ið slái dýr lán gagn­gert í þeim til­gangi að greiða arð í hend­ur stjórn­mála­manna. Orku­veit­an tók lán upp á nærri þrjá millj­arða króna hjá Ís­lands­banka í lok árs 2016 en bankalán­ið átti þátt í því að veltu­fjár­hlut­fall fé­lags­ins hækk­aði þannig að skil­yrð­um fyr­ir arð­greiðslu var full­nægt.

Orku­veit­an greiddi 750 millj­óna króna arð til eig­enda í fyrra og hyggst greiða 1.250 millj­ón­ir í arð á þessu ári. Reykja­vík­ur­borg á tæp­lega 94 pró­senta hlut í fé­lag­inu.

„Þarna er Orku­veit­an í raun lát­in sitja uppi með gríð­ar­leg­an vaxta­kostn­að til þess eins að greiða Reykja­vík­ur­borg arð,“seg­ir Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins og stjórn­ar­mað­ur í Orku­veit­unni.

Ingv­ar Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála Orku­veit­unn­ar, seg­ir að sam­kvæmt fjár­hags­leg­um mark­mið­um og skil­yrð­um beri Orku­veit­unni, rétt eins og sveit­ar­fé­lög­um, að hafa veltu­fjár­hlutall­ið yf­ir ein­um. „Við hög­um fjár­mögn­un­inni í sam­ræmi við það og þetta lán var einn lið­ur í því,“nefn­ir hann.

Hlut­fall veltu­fjár­muna af skamm­tíma­skuld­um Orku­veit­unn­ar, svo­kall­að veltu­fjár­hlut­fall, nam 0,8 ár­ið 2016 en var kom­ið vel yf­ir 1,0 um mitt ár 2017, þeg­ar að­al­fund­ur sam­þykkti að greiða út arð. Eitt af skil­yrð­um þess að fé­lag­ið geti greitt út arð er að um­rætt hlut­fall sé yf­ir ein­um.

Hild­ur Björns­dótt­ir ósk­aði á stjórn­ar­fundi Orku­veit­unn­ar í októ­ber eft­ir ít­ar­leg­um upp­lýs­ing­um um lán­ið frá Ís­lands­banka.

„Ég kall­aði fyrr í haust eft­ir upp­lýs­ing­um um all­ar lán­tök­ur Orku­veit­unn­ar síð­ustu ár­in,“út­skýr­ir Hild­ur, „og vakti þetta lán sér­staka at­hygli mína. Það sem vek­ur at­hygli er að lán­ið er greitt út 30. des­em­ber 2016, sem var síð­asti virki dag­ur þess árs, og er það á veru­lega óhag­stæð­um kjör­um mið­að við þau kjör sem Orku­veit­unni bjóð­ast.

Ég spurð­ist frek­ar fyr­ir um lán­ið þar sem grun­ur minn var sá að lán­ið hafi ver­ið gagn­gert tek­ið í ein­hverj­um flýti til þess að upp­fylla arð­greiðslu­skil­yrði.“

Hild­ur seg­ir að um sé að ræða al­var­legt mál. „Þarna er Orku­veit­an í raun lát­in sitja uppi með gríð­ar­leg­an vaxta­kostn­að til þess eins að greiða Reykja­vík­ur­borg arð,“nefn­ir hún. Það liggi fyr­ir að fé­lag­ið sé reglu­lega skuld­sett í þeim til­gangi að hækka veltu­fjár­hlut­fall og upp­fylla arð­greiðslu­skil­yrði.

Eðli­legra sé að skuld­ir fé­lags­ins séu greidd­ar nið­ur og gjald­skrár lækk­að­ar.

„Ég er full­trúi eig­enda í stjórn­inni, full­trúi borg­ar­búa, og mér þyk­ir eðli­legra að svig­rúm í rekstr­in­um sé fært í hend­ur rétti­legra eig­enda með gjald­skrár­lækk­un­um. Reykja­vík­ur­borg inn­heimt­ir hæsta lög­leyfða út­svar og er með fast­eigna­skatta á at­vinnu­hús­næði í botni, svo dæmi séu tek­in, skatt­ar sem mér þætti í báð­um til­fell­um rétt að lækka, og mér þætti því eðli­legt að það skatt­fé myndi nægja póli­tík­inni vel ríf­lega til þess að standa hér und­ir grunn­þjón­ustu,“nefn­ir Hild­ur.

Óljóst er hvenær eða hvernig sements­flutn­inga­skip­inu Fjor­d­vik verð­ur kom­ið á flot en bú­ið er að dæla olíu úr skip­inu. Þetta stað­festi tals­mað­ur hol­lenska björg­un­ar­fé­lags­ins SMT Shipp­ing í bréfi til Frétta­blaðs­ins í gær. Hag­stætt veð­ur gerði fé­lag­inu kleift að koma dæl­um og bún­aði um borð í skip­ið. Tals­mað­ur­inn sagði ekki hægt að gefa upp tíma­línu að­gerða þeg­ar Fjor­d­vik verð­ur kom­ið á flot en ver­ið sé að meta skemmd­ir á skip­inu.

Orku­veit­an greiddi 750 millj­ón­ir króna í arð í fyrra og hef­ur sam­þykkt að greiða 1.250 millj­ón­ir króna í ár.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.