Breytt veð­ur leið­ir hval­ina af leið

Fréttablaðið - - +PLÚS - – ibs

Kan­ada­menn velta því nú fyr­ir sér hvort hval­ir séu að breyta ferða­venj­um vegna lofts­lags­breyt­inga, að því er græn­lenska út­varp­ið seg­ir.

Tveir búr­hval­ir sáust fyrr í haust rétt ut­an við Pond Inlet á Baff­inslandi, vest­an Græn­lands. Þeir hafa ekki áð­ur sést svona norð­ar­lega.

Á vef græn­lenska út­varps­ins seg­ir að höf­uð búr­hvala sé frem­ur mjúkt

og þess vegna mögu­legt að þeir muni ekki geta rutt sér leið í gegn­um ís­inn syndi þeir ekki suð­ur á bóg­inn áð­ur en vet­ur geng­ur í garð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.