Ævin­týra­leg­ar vin­sæld­ir Red Dead Redempti­on

Fréttablaðið - - TÆKNI - MYND/ROCKSTAR – þea

Það er ekki hægt ann­að en að segja að tölvu­leikjaunn­end­ur hafi tek­ið Red Dead Redempti­on 2, úr smiðju Rockstar Studi­os, opn­um örm­um. Í leikn­um er spil­að í gegn­um æv­in­týri út­lag­ans Arthurs Morg­an í Villta vestr­inu en þótt leik­ur­inn kall­ist núm­er tvö er á ferð­um for­saga fyrri leiks­ins, Red Dead Redempti­on.

Ta­ke-Two In­teracti­ve, eig­andi Rockstar, hef­ur greint frá því að á fyrstu átta dög­un­um hafi leik­ur­inn selst í heil­um sautján millj­ón­um ein­taka. Þannig hafi hann selst í fleiri ein­tök­um en fyr­ir­renn­ar­inn gerði á átta ár­um. Sam­kvæmt frétt Fortu­ne gerðu grein­end­ur ráð fyr­ir því að tíu til tólf millj­ón­ir ein­taka myndu selj­ast á fyrstu þrem­ur mán­uð­un­um.

„Við er­um af­ar ánægð með hvernig þetta geng­ur. Við höf­um selt meira en sautján millj­ón­ir ein­taka. Til þess að setja þá sölu í sam­hengi þá eru það fleiri ein­tök en selj­ast af flest­um tölvu­leikj­um alla þeirra sta­f­rænu ævi,“sagði for­stjór­inn Strauss Zelnick við Fortu­ne.

Áð­ur hafði fyr­ir­tæk­ið sagt frá því að leik­ur­inn hafi selst fyr­ir 725 millj­ón­ir dala fyrstu þrjá dag­ana. Ein­ung­is einn leik­ur hef­ur topp­að þá tölu og það er Grand Theft Auto V, einnig úr smiðju Rockstar.

Gagn­rýn­end­ur eru al­veg jafn­hrifn­ir af Red Dead og aðr­ir. Sam­kvæmt með­al­tali dóma sem Metac­ritic tek­ur sam­an fær leik­ur­inn 97 af 100 og hef­ur eng­inn leik­ur feng­ið betri ein­kunn í ár. Sé horft til bestu leikja allra tíma deil­ir Red Dead sjötta sæt­inu með fjöl­mörg­um leikj­um. Eng­inn hef­ur feng­ið 100 stig en The Le­g­end of Zelda: Ocar­ina of Time sit­ur efst með 99.

Tölvu­leikja­heim­ur­inn virð­ist ánægð­ur með Arth­ur Morg­an.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.