Gins­burg rif­beins­brot­in

Fréttablaðið - - TÆKNI -

Greint var frá því í gær að Ruth Ba­der Gins­burg, frjáls­lynd­ur hæsta­rétt­ar­dóm­ari skip­uð af Bill Cl­int­on, hefði dott­ið á skrif­stofu sinni og brot­ið þrjú rif­bein. Það þýð­ir að hún gæti ver­ið frá störf­um um nokk­urt skeið. Gins­burg er 85 ára og því gætu meiðsl­in ver­ið al­var­legri en hefði yngri mann­eskja lent í sam­bæri­leg­um meiðsl­um.

Demó­krat­ar hafa að und­an­förnu sagt í nokkru gríni að vefja ætti henni inn í bóluplast svo hún haldi heilsu og þurfi ekki að hætta í hæsta­rétti. Ótt­ast sem sagt að Trump fái að skipa sinn þriðja hæsta­rétt­ar­dóm­ara og þannig fjölga íhalds­mönn­um í hæsta­rétti úr fimm í sex af þeim níu sem skipa rétt­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.