Myrti tólf á krá í Kali­forn­íu

Fréttablaðið - - TÆKNI - NORDICPHOTOS/AFP – þea

Með skamm­byssu og reyk­sprengju að vopni myrti svart­klædd­ur árás­ar­mað­ur tólf gesti kántríkrár í suð­ur­hluta Kali­forn­íu í fyrrinótt og virð­ist svo hafa svipt sig lífi. Frá þessu greindi AP í gær og vitn­aði í yf­ir­völd á svæð­inu sem segðu auk­in­held­ur að ástæða árás­ar­inn­ar væri þeim ekki kunn. Mál­ið væri til rann­sókn­ar hjá lög­reglu.

Lög­regla hef­ur þó bor­ið kennsl á meint­an árás­ar­mann. Hann hét Ian Da­vid Long, var 28 ára og fyrr­ver­andi land­gönguliði. Geoff De­an, lög­reglu­stjóri Ventura-sýslu, sagði við fjöl­miðla að lög­regla hefði nokkr­um sinn­um haft af­skipti af Long. Með­al ann­ars þeg­ar geð­heil­brigð­is­l­ið lög­reglu var kall­að á heim­ili hans í apríl. Þá var Long reið­ur og með óráði en var ekki tek­inn fast­ur.

Árás­in var sú mann­skæð­asta í Banda­ríkj­un­um frá því sautján nem­end­ur og kenn­ar­ar voru myrt í skóla í Park­land í Flórída fyr­ir níu mán­uð­um. Ein­ung­is hálf­ur mán­uð­ur er svo frá því að árás­ar­mað­ur felldi ell­efu í bæna­húsi gyð­inga í Pitts­burgh.

FBI á vett­vangi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.