Um­hverf­is­þing fer fram í dag

Fréttablaðið - - SKOÐUN -

Met­fjöldi hef­ur skráð sig á Um­hverf­is­þing sem fram fer í dag og fjall­ar um nýja nálg­un í nátt­úru­vernd. Ég boð­aði til þings­ins til að ræða þau fjöl­mörgu tæki­færi sem fal­ist geta í frið­lýs­ing­um. Um­ræða um þjóð­garð á mið­há­lend­inu verð­ur fyr­ir­ferð­ar­mik­il, enda er til­laga um mið­há­lend­is­þjóð­garð nú í fyrsta sinn skrif­uð í stjórn­arsátt­mála sem eitt af stefnu­mál­um rík­is­stjórn­ar á Íslandi og þver­póli­tísk nefnd vinn­ur að fram­gangi máls­ins. Það er ein­stakt að finna þenn­an mikla áhuga á Um­hverf­is­þingi og efni þess – og á um­hverf­is­mál­um al­mennt. Með­vit­und um mik­il­vægi um­hverf­is­mála hef­ur stór­auk­ist á stutt­um tíma og það er fagn­að­ar­efni.

Lofts­lags­mál, plast og nátt­úru­vernd

Við meg­um aldrei gleyma því að við feng­um Jörð­ina að láni og verð­um að gæta henn­ar vel. Lofts­lags­mál­in eru stærsta sam­eig­in­lega áskor­un mann­kyns en við bú­um einnig í heimi sem við höf­um fyllt af plasti með til­heyr­andi um­hverf­isáhrif­um. Þessu verð­um við að sporna gegn. Að­gerða­áætl­un­in í lofts­lags­mál­um, sem kynnt var hér á landi í haust, mark­ar mik­il­væg skref í þess­um efn­um. Ég hlakka líka til að vinna með til­lög­ur frá starfs­hópi um plast­meng­un sem ég skip­aði í sum­ar og hef­ur nú af­hent mér lista af að­gerð­um um hvernig draga má úr notk­un plasts, bæta end­ur­vinnslu og minnka plast­meng­un í hafi.

Auk þess að vinna mark­visst að að­gerð­um vegna lofts­lags­breyt­inga og plast­meng­un­ar verð­um við að gæta nátt­úr­unn­ar og vernda hana. Ís­land stát­ar af ein­stök­um nátt­úru­m­inj­um sem eiga fáa sína líka á heimsvísu. Ábyrgð okk­ar á að varð­veita þær er mik­il. Í sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar er kveð­ið á um sér­stakt átak í frið­lýs­ing­um og það er eitt af áherslu­mál­um mín­um sem ráð­herra. Tengt átak­inu verða á Um­hverf­is­þing­inu í dag m.a. kynnt­ar nið­ur­stöð­ur um­fangs­mik­ill­ar rann­sókn­ar sem Hag­fræði­stofn­un HÍ var fal­ið að vinna um efna­hags­leg áhrif frið­lýs­inga á Íslandi, auk þess sem skýrt verð­ur frá nið­ur­stöð­um um við­horf al­menn­ings til mið­há­lend­is­þjóð­garðs. Fram und­an er spenn­andi Um­hverf­is­þing – spenn­andi tím­ar.

um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.