Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Thor­ar­inn@fretta­bla­did.is Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son

Kín­versk­ur krat­ismi

Frétta­blað­ið.is greindi í gær frá því að Jón Bald­vin Hanni­bals­son hafi í sum­ar vak­ið storm­andi lukku í Kína er hann kynnti bók sína „Nor­ræna mód­el­ið gegn ögr­un ný­frjáls­hyggj­unn­ar“. Kín­verj­ar sýndu bók­inni slík­an áhuga að unn­ið er að því að fá fagn­að­ar­er­ind­ið þýtt á kín­versku. Sp­urð­ur hvort lík­ur væru á því að Kín­verj­ar hefðu raun­veru­leg­an áhuga á að til­einka sér skandi­nav­íska jafn­að­ar­hugs­un sagði hann slíkt ekki svo frá­leitt. Hann teldi nefni­lega Deng Xia­op­ing, mann­inn sem „leiddi Kína inn í nú­tím­ann“, merk­asta „sósí­al­demó­krat sein­ustu ald­ar“vegna þess að ólíkt fé­laga Gor­bat­sjov í Sov­ét hafi hon­um tek­ist að lyfta 700 millj­ón­um manna „úr mið­alda­ör­birgð til bjargálna á ótrú­lega stutt­um tíma“með virkj­un mark­aðs­afl­anna und­ir öfl­ugri hand­leiðslu rík­is­valds­ins.

Síberíu­ferð í sjón­varp­ið

Jón Bald­vin þvæld­ist þó ekki gagn­gert til Kína til að boða nor­ræna jafn­að­ar­mennsku held­ur létu hann og eig­in­kona hans, Bryn­dís Schram, gaml­an draum ræt­ast í til­efni af 80 ára af­mæli Bryn­dís­ar og fóru með Síberíu­lest­inni í gegn­um fimm tíma­belti frá Kína til Moskvu. Jón Bald­vin seg­ir þau hjón­in hafa hald­ið dag­bók um ferð­ina sem verði „á dag­skrá Rík­isút­varps­ins ein­hvern tím­ann milli há­tíð­anna“.

Það er ein­stakt að finna þenn­an mikla áhuga á þing­inu og efni þess

– og á um­hverf­is­mál­um al­mennt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.