Bjóð­um börn­in vel­kom­in

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Gunn­laug­ur Stef­áns­son Hey­döl­um

Sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt­ur er létt­væg­ur, ef ein­stak­ling­ur neyð­ist til að taka af­drifa­ríka ákvörð­un gegn vilja sín­um vegna að­stæðna á annarra valdi. Nú hef­ur ver­ið upp­lýst, að meg­in­rök­in fyr­ir því að lengja frest til að fram­kvæma fóst­ur­eyð­ingu séu að gefa verð­andi for­eldr­um meira svig­rúm til að kom­ast hjá að eign­ast fatl­að barn. Fyr­ir ligg­ur að fjölda fóstra hef­ur ver­ið eytt vegna lík­inda á fötl­un. Það hef­ur spar­að rík­is­sjóði mikla fjár­muni af því að það kost­ar um­tals­vert fyr­ir op­in­bera þjón­ustu að taka þátt í upp­eldi fatl­aðs barns. Gæti ver­ið að fóst­ur­eyð­ing­ar hafi reynst af­kasta­mesta sparn­að­ar- og hag­ræð­ing­ar­að­gerð sem beitt hef­ur ver­ið í heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­kerf­inu?

Því verð­ur samt ekki trú­að, að fyr­ir­ætl­an stjórn­valda að lengja frest­inn, og þar með að fækka fæð­ing­um fatl­aðra barna, sé m.a. fram bor­in í hag­ræð­ing­ar­skyni fyr­ir rík­is­sjóð. Hitt ligg­ur fyr­ir, þeg­ar fóst­ur­eyð­ing­ar voru lög­leidd­ar fyr­ir 43 ár­um, þá var marglýst yf­ir, að fóst­ur­eyð­ing væri neyð­ar­úr­ræði. Stjórn­mála­menn hétu að leggja sig fram um að bæta fé­lags­leg­ar að­stæð­ur fólks, búa bet­ur að fötl­uð­um og út­rýma fá­tækt, – m.a. til að draga úr fé­lags­leg­um þrýst­ingi á sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt verð­andi for­eldra til að eyða fóstri. Er­um við enn í sömu spor­um? Við höf­um not­ið tækni­fram­fara og þæg­inda­bylt­inga á flest­um svið­um. Dug­ar það til að taka sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt­inn út úr öllu sam­hengi að­stæðna svo gildi í ein­hverju tóma­rúmi?

Samt eru það enn fé­lags­leg­ar að­stæð­ur sem ráða mestu í ákvörð­un um fóst­ur­eyð­ingu. Þá svíf­ur yf­ir um­ræð­unni þessi kvíði og ótti við að eign­ast fatl­að barn og ala upp. Gild­ir enn, að það sé svo erfitt, dýrt og bind­andi að ala upp fatl­að barn, að ekki sé á nokk­urn mann leggj­andi? Víst eru í húfi við­kvæm­ar að­stæð­ur sem verð­ur að sýna nær­gætni og virða við ákvörð­un um fóst­ur­eyð­ingu. Við dæm­um held­ur ekki fólk­ið sem geng­ur í gegn­um erf­iða reynslu fóst­ur­eyð­ing­ar og á að njóta stuðn­ings og um­hyggju. En við verð­um líka að beina sjón­um að fé­lags­leg­um að­stæð­um, ekki síst fatl­aðra og þörf­inni á að gera bet­ur í að hlúa að þeim eins og frek­ast má. Þar gegna stjórn­völd stóru hlut­verki og bera mikla ábyrgð, – og ættu að hafa tals­vert fjár­hags­legt svig­rúm til þess í ljósi sparn­að­ar­ins með fóst­ur­eyð­ing­um í 43 ár.

Ég þekki, að það fylg­ir álag á for­eldra og fjöl­skyldu að ala upp fatl­að barn, en er líka samof­ið í ham­ingju og lífs­gleði, – nema helst í sam­skipt­um við vel­ferð­ar­kerf­ið. Þar geta múr­ar og vegg­ir ver­ið há­ir og ill­kleif­ir. Það ligg­ur stund­um við, að sú hugs­un hvarfli að mér, að hin op­in­beru skila­boð séu: „Barn­ið er á þína ábyrgð sam­kvæmt sjálfs­ákvörð­un­ar­rétti þín­um og kem­ur okk­ur ekki við.“

Bjóð­um börn­in vel­kom­in í heim­inn og leggj­um allt af mörk­um í okk­ar valdi svo það megi verða. Það er kjarni máls­ins og þá fyrst er sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt­ur verð­andi for­eldra í gildi.

Víst eru í húfi við­kvæm­ar að­stæð­ur sem verð­ur að sýna nær­gætni og virða við ákvörð­un um fóst­ur­eyð­ingu. Við dæm­um held­ur ekki fólk­ið sem geng­ur í gegn­um erf­iða reynslu fóst­ur­eyð­ing­ar og á að njóta stuðn­ings og um­hyggju. En við verð­um líka að beina sjón­um að fé­lags­leg­um að­stæð­um, ekki síst fatl­aðra og þörf­inni á að gera bet­ur í að hlúa að þeim eins og frek­ast má.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.