Býst við að spila í Sví­þjóð

Frum­raun Svövu Rós­ar Guð­munds­dótt­ar í at­vinnu­mennsku gekk eins og í sögu en hún var marka­hæsti leik­mað­ur Røa á tíma­bil­inu sem leið. Hún býst við því að færa sig yf­ir til Sví­þjóð­ar fyr­ir næsta tíma­bil.

Fréttablaðið - - SPORT S PORT - FRÉTTA­BLAЭIÐ/EYÞÓR hjor­varo@fretta­bla­did.is

Svava Rós Guð­munds­dótt­ir, lands­liðs­kona í knatt­spyrnu, sló í gegn með norska lið­inu Røa á leiktíð­inni sem var að ljúka. Lið henn­ar sigldi lygn­an sjó um miðja deild og hafn­aði í sjö­unda sæti deild­ar­inn­ar með 31 stig eft­ir 10 sig­ur­leiki, tvö jafn­tefli og tíu tap­leiki. Eitt stig var dreg­ið af lið­inu vegna fjár­hags­vand­ræða fé­lags­ins.

Hún rað­aði inn mörk­um á sínu fyrsta keppn­is­tíma­bili með lið­inu og þeg­ar upp var stað­ið hafði hún skor­að 14 mörk í norsku úr­vals­deild­inni. Svava Rós var jöfn tveim­ur öðr­um leik­mönn­um sem þriðji marka­hæsti leik­mað­ur deild­ar­inn­ar. Frammistaða henn­ar hef­ur vak­ið verð­skuld­aða at­hygli og hún býst við því að skipta um fé­lag fyr­ir næstu leiktíð.

„Þetta er klár­lega mitt besta tíma­bil á ferl­in­um. Ég hef aldrei skor­að jafn mik­ið og mér fannst ég hafa bætt mig mik­ið á þessu eina ári. Ég er sneggri að taka ákvarð­an­ir inni á vell­in­um og klára fær­in bet­ur en ég gerði áð­ur en ég kom hing­að,“seg­ir þessi snöggi fram­herji í sam­tali við Frétta­blað­ið.

„Hérna í Nor­egi leik­ur þú oft­ar við öfl­uga and­stæð­inga en í deild­inni heima. Af þeim sök­um bæt­ir þú jafnt og þétt leik þinn og verð­ur sterk­ari með hverj­um leik sem þú spil­ar. Það voru ákveð­in við­brigði að leika með liði sem var ekki í topp­bar­áttu og ég er ekki vön því að tapa jafn mörg­um leikj­um og ég gerði með Røa. Það tók svo­lít­ið á and­lega en reynsl­an var heilt yf­ir já­kvæð,“seg­ir hún um tíma­bil­ið sem lauk ný­ver­ið.

„Mér finnst lík­legt að ég færi mig um set í fram­hald­inu og það eru mest­ar lík­ur á því að ég endi á að semja við sænskt fé­lag. Það er

mest­ur áhugi úr þeirri átt og mér líst best á að fara þang­að. Nú er ég bara á leið­inni heim í lang­þráð frí og mun svo ákveða mig á næstu vik­um. Und­ir­bún­ings­tíma­bil­ið bæði í Nor­egi og Sví­þjóð hefst í janú­ar þannig að það er ekk­ert stress á því að ákveða mig,“seg­ir Svava Rós um fram­hald­ið hjá sér.

Ný­lega var ráð­inn nýr þjálf­ari hjá kvenna­lands­lið­inu. Svava er spennt fyr­ir ráðn­ing­unni þrátt fyr­ir að hún þekki lít­ið til Jóns Þórs Hauks­son­ar, nýs þjálf­ara liðs­ins.

„Það er bara spenn­andi að fá nýja rödd og nýj­ar áhersl­ur. Það byrja all­ir á núllpunkti núna og það eru spenn­andi tím­ar fram und­an. Góð frammistaða mín með fé­lagslið­inu ætti að hjálpa mér í því að vera val­in, en svo er það bara und­ir mér kom­ið að standa mig á æf­ing­um og leikj­um með lands­lið­inu til þess að fá tæki­færi þar. Það er alla­vega stefn­an að fjölga tæki­fær­um mín­um á þeim vett­vangi,“seg­ir lands­liðs­fram­herj­inn um kom­andi tíma hjá lið­inu.

Svava Rós von­ast til að fá fleiri tæki­færi með ís­lenska lands­lið­inu á næstu miss­er­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.