Aldrei í vafa um að ég gæti kom­ist fljótt í byrj­un­arlið­ið

Fréttablaðið - - SPORT S PORT - iþs, hó

Arn­ór Sig­urðs­son er bæði yngsti Ís­lend­ing­ur­inn sem spil­ar og skor­ar í riðla­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu. Skaga­mað­ur­inn skor­aði mark CSKA Moskvu í 1-2 tapi fyr­ir Roma í fyrra­dag. Þetta var hans fyrsta mark fyr­ir rúss­neska lið­ið sem hann gekk til liðs við fyr­ir rúm­um tveim­ur mán­uð­um.

Í sam­tali við Frétta­blað­ið seg­ir Arn­ór að pirr­ing­ur­inn yf­ir því að tapa leikn­um hafi ver­ið sterk­ari en gleð­in yf­ir því að hafa skor­að.

„Það var vissu­lega gam­an að skora og góð til­finn­ing að sjá bolt­ann í net­inu. Það var hins veg­ar mjög pirr­andi að mark­ið skyldi ekki skila stigi. Ég fékk fjöl­mörg skila­boð eft­ir leik­inn, en ég átti mjög erfitt með að gleðj­ast þar sem ég var mjög sár yf­ir tap­inu,“seg­ir Arn­ór.

Hann er þrett­ándi Ís­lend­ing­ur­inn sem spil­ar í riðla­keppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar og fyrsti Skaga­mað­ur­inn síð­an Árni Gaut­ur Ara­son stóð á milli stang­anna hjá Rosen­borg á sín­um tíma. Þeg­ar Árni Gaut­ur lék sinn fyrsta leik í riðla­keppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar, í 3-0 sigri á Galatas­aray 21. októ­ber 1998, voru tæp­ir átta mán­uð­ir þar til Arn­ór kom í heim­inn. Hann fædd­ist 15. maí 1999.

Arn­ór er að­eins þriðji Ís­lend­ing­ur­inn sem skor­ar í riðla­keppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar. Eið­ur Smári Guðjohnsen skor­aði sjö mörk í 45 leikj­um með Chel­sea og Barcelona og Alfreð gerði eitt mark í þrem­ur leikj­um með Olymp­iacos tíma­bil­ið 2015-16. Það var sig­ur­mark gegn Ar­senal á Emira­tes. Eið­ur er bæði lang leikja- og marka­hæsti Ís­lend­ing­ur­inn í riðla­keppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar. Árni Gaut­ur er næst­ur hon­um með 21 leik.

Upp­gang­ur Arn­órs hef­ur ver­ið með ólík­ind­um hrað­ur. Til marks um það lék hann sinn fyrsta leik fyr­ir sænska lið­ið Norr­köp­ing 23. ág­úst 2017. Að­eins rúmu ári síð­ar er hann kom­inn í byrj­un­arlið CSKA Moskvu og byrj­að­ur að spila og skora í sterk­ustu deild í heimi.

„Ég hef mikla trú á eig­in hæfi­leik­um og vissi það að þjálf­ar­inn hafði mikl­ar vænt­ing­ar til mín. Það voru ein­hverj­ir sem ef­uð­ust um að ég ætti að taka þetta skref þar sem ég var bú­inn að koma mér vel fyr­ir hjá Norr­köp­ing í Sví­þjóð. Ég var hins veg­ar aldrei í vafa um að ég gæti brot­ið mér fljótt leið inn í byrj­un­arlið­ið hérna,“seg­ir Arn­ór sem líð­ur vel í Moskvu.

„Mér hef­ur geng­ið vel að að­lag­ast bæði borg­inni og hlut­un­um hjá nýju liði. Það hjálp­ar mér að það komu marg­ir ný­ir leik­menn í sum­ar og ég er því ekki að reyna að kom­ast inn í þétt­an kjarna. Það eru fleiri í sömu spor­um og ég og menn hjálp­ast að við að að­lög­un­in gangi eins smurt og mögu­legt er. Borg­in hef­ur kom­ið mér skemmti­lega á óvart og mér líð­ur vel hérna.“

Þrátt fyr­ir vel­gengni síð­ustu mán­aða bíð­ur Arn­ór enn eft­ir því að vera val­inn í ís­lenska A-lands­lið­ið. Þeirri bið gæti lok­ið í dag en þá til­kynn­ir lands­liðs­þjálf­ar­inn Erik Hamrén hóp­inn fyr­ir leik­ina gegn Belg­íu og Kat­ar síð­ar í þess­um mán­uði.

„Auð­vit­að von­ast ég til þess að fá sæti í lið­inu, en það er lít­ið ann­að sem ég get gert en að standa mig vel með fé­lagslið­inu mínu. Mér finnst ég hafa spil­að vel und­an­far­ið og við sjá­um til hvort það dugi til þess að koma mér inn í lands­liðs­hóp­inn,“seg­ir Arn­ór að end­ingu.

Ég hef mikla trú á eig­in hæfi­leik­um og vissi það að þjálf­ar­inn hafði mikl­ar vænt­ing­ar til mín.

Arn­ór Sig­urðs­son

Arn­ór Sig­urðs­son fagn­ar mark­inu gegn Roma.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.