Tals­vert mik­ið um for­föll

Fréttablaðið - - SPORT S PORT - NORDICPHOTOS/AFP – iþs

Erik Hamrén til­kynn­ir í dag leik­manna­hóp ís­lenska karla­lands­liðs­ins fyr­ir leik­ina gegn Belg­íu og Kat­ar síð­ar í mán­uð­in­um. Nokk­uð er um for­föll hjá ís­lenska lið­inu.

Fyr­ir ligg­ur að Emil Hall­freðs­son, Jón Daði Böðv­ars­son, Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son og Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son missa af leikj­un­um vegna meiðsla. Þá tek­ur Ragn­ar Sig­urðs­son út leik­bann í leikn­um gegn Belg­um. Aron Ein­ar Gunn­ars­son kem­ur hins veg­ar aft­ur inn í hóp­inn. Fyr­ir­lið­inn hef­ur misst af síð­ustu fjór­um lands­leikj­um vegna meiðsla. Lík­legt þyk­ir að Arn­ór Sig­urðs­son, leik­mað­ur CSKA Moskvu, verði val­inn í A-lands­lið­ið í fyrsta sinn.

Leik­ur­inn gegn Belg­íu fer fram í Brus­sel 15. nóv­em­ber. Það er síð­asti leik­ur Ís­lands í Þjóða­deild­inni. Ís­lend­ing­ar töp­uðu fyrstu þrem­ur leikj­um sín­um í riðl­in­um og eru falln­ir nið­ur í B-deild Þjóða­deild­ar­inn­ar.

Leik­ur­inn gegn Kat­ar er vináttu­lands­leik­ur sem fer fram í Eupen í Belg­íu. Það er síð­asti leik­ur ís­lenska lands­liðs­ins á ár­inu 2018.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON

Jón Daði verð­ur ekki með í næstu lands­leikj­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.