Akst­urs­greiðsl­ur rædd­ar í nefnd

Ósk Björns Leví Gunn­ars­son­ar al­þing­is­manns um rann­sókn á akst­urs­greiðsl­um þing­manna verð­ur rædd í for­sæt­is­nefnd á mánu­dag. Þing­mað­ur­inn Ás­mund­ur Frið­riks­son seg­ist ekk­ert hafa gert rangt og er þreytt­ur á mál­inu. Björn vill að for­sæt­is­nefnd vísi mál­inu til

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - – aá FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN adal­heidur@fretta­bla­did.is

Ósk Björns Leví Gunn­ars­son­ar al­þing­is­manns um rann­sókn á akst­urs­greiðsl­um þing­manna verð­ur rædd í for­sæt­is­nefnd á mánu­dag. Björn vill að nefnd­in vísi mál­inu til réttra yf­ir­valda leiði rann­sókn refsi­verða hátt­semi í ljós.

Ás­mund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem feng­ið hef­ur hæst­ar akst­urs­greiðsl­ur, kveðst ekki hafa gert neitt rangt og vera þreytt­ur á mál­inu. Ekk­ert hafi ver­ið at­huga­vert við greiðsl­ur til hans.

Nýtt er­indi Björns Leví Gunn­ars­son­ar til for­sæt­is­nefnd­ar Al­þing­is um rann­sókn á end­ur­greiðsl­um á akst­urs­kostn­aði þing­manna er kom­ið í ferli inn­an for­sæt­is­nefnd­ar þings­ins og verð­ur til um­ræðu á fundi nefnd­ar­inn­ar næsta mánu­dag. Þetta stað­fest­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þing­is.

Í er­indi til for­sæt­is­nefnd­ar end­ur­tek­ur Björn fyrri ósk sína um rann­sókn á akst­urs­greiðsl­um þing­manna, en greiðsl­urn­ar komust í há­mæli snemma á ár­inu í kjöl­far svars for­seta þings­ins við fyr­ir­spurn Björns þar að lút­andi. Svör­in sýndu gríð­ar­lega há­ar fjár­hæð­ir sem þing­menn hafa feng­ið vegna akst­urs.

Þar sem fyrri beiðni þing­manns­ins um rann­sókn strand­aði á því að ekki hafi ver­ið ósk­að eft­ir rann­sókn á meint­um brot­um til­tek­inna þing­manna, ósk­ar hann nú eft­ir rann­sókn á end­ur­greiðsl­um til allra þing­manna sem þeg­ið hafa end­ur­greiðsl­ur á akst­urs­kostn­aði en til vara á end­ur­greiðsl­um til Ás­mund­ar Frið­riks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

„Hann er með lang­hæsta akst­urs­kostn­að­inn og það sem er mik­il­væg­ara, fólk sem hann hef­ur „fund­að með“hef­ur haft sam­band við mig og ve­fengt að þeir fund­ir eigi að geta tal­ist sem end­ur­greið­an­leg­ur starfs­kostn­að­ur,“seg­ir Björn á Face­book-síðu sinni um ástæðu þess að Ás­mund­ur er einn þing­manna sér­stak­lega til­greind­ur í er­ind­inu til for­sæt­is­nefnd­ar.

„Ég hef aldrei brot­ið neitt af mér, mér vit­andi,“seg­ir Ás­mund­ur Frið­riks­son að­spurð­ur um beiðni Björns. Ás­mund­ur kveðst orð­inn mjög þreytt­ur á mál­inu; all­ir sem kom­ið hafi að at­hug­un þess hafi lýst því yf­ir að ekk­ert væri at­huga­vert við hans end­ur­greiðsl­ur. „For­seti þings­ins hef­ur gef­ið út að það sé ekk­ert að, skrif­stofa þings­ins sömu­leið­is að ekk­ert hafi ver­ið að,“seg­ir hann.

Í er­indi Björns er ósk­að eft­ir því að rann­sak­að verði hvort siða­regl­ur, hátt­ern­is­regl­ur eða lög hafi ver­ið brot­in og hvort vísa þurfi mál­inu til þar til bærra yf­ir­valda. Ósk­ar Björn eft­ir því að fram fari rann­sókn á því hvort sam­ræmi sé milli reikn­inga og end­ur­greiðslna sem innt­ar hafa ver­ið af hendi og hvort skýr­ing­ar í akst­urs­dag­bók um fund­ar­boð telj­ist nægi­leg­ar sam­kvæmt regl­um um end­ur­greiðslu ferða­kostn­að­ar. Ósk­ar Björn eft­ir því að rann­sókn­in nái nægi­lega langt aft­ur í tím­ann til að ná til mögu­legra hegn­ing­ar­laga­brota sem ekki eru þeg­ar fyrnd.

Jón Þór Óla­son, sér­fræð­ing­ur í refsirétti, sagði í við­tali við Frétta­blað­ið í vor að röng skrán­ing í akst­urs­dag­bók geti fal­ið í sér fjár­svik og er í er­indi þing­manns­ins til for­sæt­is­nefnd­ar vís­að til þess­ar­ar frétt­ar blaðs­ins.

Að­spurð­ur um ástæð­ur þess að hann vísi mál­inu ekki beint til lög­reglu telji hann þing­menn hafa brot­ið hegn­ing­ar­lög seg­ir Björn það vera hlut­verk for­sæt­is­nefnd­ar að vísa mál­inu til þar til bærra yf­ir­valda vakni grun­ur um refsi­vert at­hæfi við skoð­un máls­ins. Þess vegna beini hann er­indi sínu til for­sæt­is­nefnd­ar.

Frétta­blað­ið spurð­ist fyr­ir hjá embætt­um lög­reglu og hér­aðssak­sókn­ara um fer­il mála af þess­um

Ég hef aldei brot­ið neitt af mér, mér

vit­andi. Ás­mund­ur Frið­riks­son al­þing­is­mað­ur

fólk sem hann hef­ur „fund­að með“hef­ur haft sam­band við mig og vé­fengt að þeir fund­ir eigi að geta tal­ist sem end­ur­greið­an­leg­ur starfs­kostn­að­ur

Björn Leví

Gunn­ars­son al­þing­is­mað­ur

toga og fékk þau svör að lög­regla geti haf­ið rann­sókn á mál­um að eig­in frum­kvæði telji hún ástæðu til, hins veg­ar sé eðli­legt að stofn­an­ir nýti eig­in eft­ir­lits­ferla fyrst og vísi mál­um svo áfram til lög­reglu sé tal­in ástæða til.

Ás­mund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

For­sæt­is­nefnd Al­þing­is mun ræða beiðni um rann­sókn á akst­urs­greiðsl­um á næsta fundi sín­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.