Mað­ur­inn hafi kveikt í gard­ínu

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ - – bsp

Kon­an sem hand­tek­in var vegna bruna á Sel­fossi sagði lög­reglu að hús­ráð­and­inn hefði kveikt í gard­ín­um á neðri hæð húss­ins.

Tvennt lést í elds­voð­an­um. Lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­landi taldi að úr­skurða ætti kon­una áfram í gæslu­varð­hald en Lands­rétt­ur felldi úr­skurð Hér­aðs­dóms Suð­ur­lands úr gildi. Í úr­skurði Lands­rétt­ar er vitn­að í yf­ir­heyrslu kon­unn­ar þar sem hún seg­ir hús­ráð­and­ann hafa kveikt í pítsu­köss­um á stofugólfi neðri hæð­ar húss­ins. Kvaðst hún hafa skamm­að mann­inn og hellt bjór yf­ir kass­ana til að slökkva eld­inn.

Ann­að þeirra sem síð­ar lést hafi kom­ið nið­ur og átt í orða­skipt­um en síð­an snú­ið aft­ur á efri hæð­ina. Þá hafi mað­ur­inn kveikt í gard­ín­um aft­an við sófa í stof­unni með kveikjara. Þá kvaðst kon­an hafa far­ið í svo­kall­að „blac­kout“og ekki muna eft­ir neinu fyrr en hún var kom­in út úr hús­inu með mann­in­um.

Sam­kvæmt því sem fram kem­ur í úr­skurð­in­um er rann­sókn máls­ins á frum­stigi. Við yf­ir­heyrslu sagð­ist mað­ur­inn muna óljóst eft­ir því að hafa kveikt eld í pappa­kassa í stof­unni. At­vik muni hann óljóst en skyndi­lega hafi eld­ur ver­ið kom­inn út um allt.

Við Hér­aðs­dóm Suð­ur­lands.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.