Banksy per­sónu­leg gjöf og end­aði heima í stofu

Breski lista­mað­ur­inn Banksy færði Jóni Gn­arr, þá­ver­andi borg­ar­stjóra, mynd að gjöf með því skil­yrði að hún yrði á skrif­stofu borg­ar­stjóra. Strang­ar regl­ur gilda um gjaf­ir til kjör­inna full­trúa. Per­sónu­leg gjöf seg­ir Jón. Mynd­in millj­óna­virði.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ - mika­el@fretta­bla­did.is

„Þetta var bara til mín, þannig var það skil­greint, að þetta var per­sónu­lega ætl­að mér,“seg­ir Jón Gn­arr, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, um gjöf sem hann fékk frá götulista­mann­in­um heims­þekkta Banksy, þeg­ar hann var borg­ar­stjóri.

Mynd­in prýddi borg­ar­stjóra­skrif­stofu Jóns, að kröfu lista­manns­ins, frá því að hann fékk hana og þar til hann lét af embætti. Ný­ver­ið birti Jón Gn­arr mynd af sér á Twitter þar sem sjá mátti að mynd­in, sem telja má ein­staka, prýð­ir nú vegg á heim­ili hans.

Í við­tali við Jón frá ár­inu 2012 við vef­inn The Rump­us berst verk­ið á skrif­stofu hans í tal. Þar upp­lýs­ir Jón að hann hafi sent Banksy skila­boð og ósk­að eft­ir mynd. Hann hafi feng­ið já­kvætt svar frá talskonu lista­manns­ins, gegn því skil­yrði að hún myndi hanga á vegg borg­ar­stjóra­skrif­stof­unn­ar. Banksy virð­ist því hafa ver­ið upp­lýst­ur um að þarna hafi borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur ver­ið að óska eft­ir mynd, en strang­ar regl­ur gilda um gjaf­ir sem kjörn­ir full­trú­ar mega þiggja. Kveð­ið er á um það í siða­regl­um kjör­inna full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar. Að­spurð­ur kveðst Jón hins veg­ar ekki hafa ósk­að eft­ir mynd­inni í krafti borg­ar­stjóra­embætt­is­ins.

„Nei, það var ekk­ert. Ég hafði sam­band við hann og ósk­aði eft­ir að fá verk frá hon­um og eft­ir­lét hon­um með hvaða hætti eða hvernig verk það væri. Þannig að hann vildi bara gefa mér þetta verk. Hann ger­ir það voða sjald­an. Hann gef­ur yf­ir­leitt ekki verk,“seg­ir Jón.

Hann seg­ir að þeg­ar upp var stað­ið, hafi eng­inn vafi leik­ið á því

að verk­ið til­heyrði hon­um en ekki embætt­inu.

„Það var eng­inn í nein­um vafa um að þetta var eitt­hvað sem til­heyrði mér og hafði ekk­ert með það að gera að ég væri borg­ar­stjóri. Það er voða mik­ið prótó­kol á því hvað þú mátt þiggja af gjöf­um, en sem ein­stak­ling­ur máttu al­veg fá gjafi­ir. Það var aldrei skiln­ing­ur neins að þetta væri ein­hverj­um vafa und­ir­orp­ið. Hefði ég hald­ið að það væri ein­hver minnsti vafi á því hefði ég aldrei þeg­ið það.“

Mið­að við stærð verks­ins og sér­stöðu má áætla að það sé hæg­lega millj­óna­virði sé mið­að við sölu- og upp­boðs­verð á eft­ir­prent­un­um víða á net­inu. Jón kveðst þó aldrei hafa lát­ið meta það.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/GVA

Banksy vakti ávallt at­hygli gesta á skrif­stofu Jóns Gn­arr.

TWITTER/JÓN GN­ARR

Banksy í stof­unni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.