Þing­menn fá sím­töl frá Nor­egi vegna þriðja orkupakk­ans

Nokk­ur órói er inn­an stjórn­ar­flokk­anna vegna þriðja orkupakk­ans. Mál­ið var rætt á sam­eig­in­leg­um fundi þing­flokk­anna í Ráð­herra­bú­staðn­um í gær. Eðli­legt að mál­ið sé fólki hug­leik­ið seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra. Álykt­að hef­ur ver­ið gegn mál­inu

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ - adal­heidur@fretta­bla­did.is

Nokk­ur óró­leiki er inn­an flokk­anna þriggja sem mynda rík­is­stjórn vegna þriðja orkupakk­ans sem til st­end­ur að inn­leiða í EES-samn­ing­inn.

Þing­flokk­ar stjórn­ar­flokk­anna áttu sam­eig­in­leg­an fund um mál­ið í ráð­herra­bú­staðn­um í gær.

„ Fund­ur­inn var svona fyrst og fremst til þess að hefja þessa um­ræðu sam­an í okk­ar hópi og hún var mjög góð,“seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra um fund­inn.

„Fólk er að ræða mik­ið um þetta, það er bara eðli­legt. Þetta varð­ar mál sem eru Ís­lend­ing­um hug­leik­in,“seg­ir Katrín innt eft­ir við­horf­um þing­manna til máls­ins og hvort hún telji þing­menn hafa náð ut­an um það. Hún seg­ir mik­il­vægt að gerð sé grein fyr­ir því hvað felst í þess­ari inn­leið­ingu og hvað hafi þeg­ar ver­ið inn­leitt með fyrri orkupökk­un­um tveim­ur.

Vax­andi þrýst­ing­ur mun vera á þing­menn meiri­hlut­ans vegna máls­ins, sér­stak­lega á þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks en álykt­að hef­ur ver­ið gegn mál­inu á lands­fund­um beggja flokka. Heim­ild­ar­menn blaðs­ins telja þó ekki um óein­ingu að ræða inn­an stjórn­ar­flokk­anna held­ur sé mál­ið mörg­um þing­mönn­um erfitt vegna bak­lands­ins.

Þrýst­ing­ur á þing­menn vegna máls­ins mun þó ekki ein­göngu vera inn­lend­ur held­ur hafa norsk­ir lobbí­ist­ar einnig sett sig í sam­band við þing­menn sím­leið­is til að vara þá við mál­inu og þrýsta á þá að hafna inn­leið­ing­unni.

Ís­land er eina EES-rík­ið sem á eft­ir að sam­þykkja inn­leið­ingu þriðja

orkupakk­ans, en bæði Nor­eg­ur og Liechten­stein hafa þeg­ar sam­þykkt inn­leið­ing­una. Pakk­inn verð­ur hins veg­ar ekki hluti af EES-samn­ingn­um fyrr en öll EES-rík­in þrjú hafa sam­þykkt hann og ís­lensk­ir þing­menn því eina von Norð­manna sem mót­falln­ir eru inn­leið­ing­unni.

Þing­menn úr stjórn­ar­and­stöðu, einkum Mið­flokki, virð­ast hafa fund­ið fyr­ir óróa í stjórn­ar­þing­mönn­um vegna máls­ins og séð

sér leik á borði. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son tók mál­ið tví­veg­is upp á Alþingi í vik­unni og beindi óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um til tveggja ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins um af­stöðu þeirra til máls­ins.

Á mánu­dag­inn beindi hann fyr­ir­spurn­um til ut­an­rík­is­ráð­herra og á mið­viku­dag­inn til at­vinnu­vega-, ný­sköp­un­ar- og ferða­mála­ráð­herra.

Hvor­ug­ur ráð­herr­anna lýsti beinni af­stöðu til máls­ins í svör­um sín­um þrátt fyr­ir að þing­mað­ur­inn spyrði bein­lín­is um hana. Bæði bentu þau þó á að mál­ið hefði ver­ið van­rækt í rík­is­stjórn fyr­ir­spyrj­and­ans og lögðu áherslu á að það yrði vand­lega unn­ið og öll fram­kom­in gagn­rýni skoð­uð of­an í kjöl­inn.

Mál­ið er form­lega á borði at­vinnu­vega­ráð­herra og í svör­um sín­um til þing­manns­ins sagði hún að erfitt væri fyr­ir mál­ið hversu fá­ir væru að berj­ast fyr­ir því og ástæð­an fyr­ir því væri að mál­ið skipti ekki svo miklu. Hins veg­ar hefði það áhrif á EES-samn­ing­inn ef menn ætl­uðu ekki að inn­leiða það, og menn þyrftu þá að vera til­bún­ir í þann leið­ang­ur. Í lok ræðu sinn­ar tók Þór­dís sér­stak­lega fram að hún væri ekki að segja að hún væri ekki til­bú­in í slík­an leið­ang­ur.

Þing­menn meiri­hlut­ans hafa einnig beint fyr­ir­spurn­um um mál­ið til ráð­herra. Óli Björn Kára­son, einn þeirra þing­manna sem sagð­ir eru hafa efa­semd­ir um mál­ið, bíð­ur enn svara við ít­ar­legri fyr­ir­spurn sem hann beindi til ut­an­rík­is­ráð­herra um þriðja orkupakk­ann og EES-samn­ing­inn.

Stefnt er að því að mál­ið komi til um­ræðu í þing­inu í fe­brú­ar.

Fund­ur­inn var svona fyrst og fremst til þess að hefja þessa um­ræðu sam­an í okk­ar hópi og hún var mjög góð.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra

FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir at­vinnu­vega­ráð­herra og Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra mæta til fund­ar­ins í gær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.