Fimm far­ist í skógar­eld­um í Kali­forn­íu

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ - þea

Fimm Kali­forníu­bú­ar brunnu inni í bif­reið­um sín­um í mikl­um skógar­eld­um í norð­ur­hluta rík­is­ins. Frá þessu greindi Los Ang­eles Ti­mes í gær og vitn­aði í yf­ir­völd á svæð­inu. Hin látnu eru sögð hafa ver­ið á flótta und­an eld­haf­inu. Ekki hef­ur enn tek­ist að bera kennsl á lík­in.

Eld­arn­ir breidd­ust hratt út í gær og ógn­uðu með­al ann­ars Mali­bu við strönd Kyrra­hafs­ins. Alls þakti eld­haf­ið nærri 300 fer­kíló­metra svæði þeg­ar Frétta­blað­ið fór í prent­un. Upp­haf­lega kvikn­aði í nærri Thousand Oaks, norð­vest­ur af mið­borg Los Ang­eles, en þar myrti árás­ar-

mað­ur tólf á mið­viku­dag­inn. Alls hef­ur 150.000 ver­ið gert að rýma heim­ili sín vegna ham­far­anna.

Sam­kvæmt Los Ang­eles Ti­mes voru um 2.000 slökkvi­liðs­menn

á vett­vangi í gær að berj­ast við eld­inn og hafði eld­haf­ið eyðilagt að minnsta kosti 2.000 heim­ili og aðr­ar bygg­ing­ar í norð­ur­hluta Kali­forn­íu. –

NORDICPHOTOS/AFP

Um 2.000 hús hafa skemmst í ham­förun­um í Kali­forn­íu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.