Sa­mein­ing hjá stétt­ar­fé­lög­um

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ - – sar MYND/SFR

Starfs­manna­fé­lag Reykja­vík­ur­borg­ar og SFR stétt­ar­fé­lag verða sam­ein­uð en fé­lags­menn beggja fé­laga sam­þykktu það í at­kvæða­greiðslu sem lauk í gær. Hjá SFR voru rúm 57 pró­sent fylgj­andi sam­ein­ing­unni, um 37 pró­sent and­víg og tæp 6 pró­sent tóku ekki af­stöðu.

Stuðn­ing­ur­inn við sam­ein­ingu var meiri hjá Starfs­manna­fé­lagi Reykja­vík­ur þar sem rúm 77 pró­sent voru fylgj­andi, tæp 18 pró­sent and­víg og rúm 5 pró­sent tóku ekki af­stöðu.

Tæpt 41 pró­sent fé­lags­manna SFR tók þátt í at­kvæða­greiðsl­unni en hjá Starfs­manna­fé­lagi Reykja­vík­ur var þátt­tak­an rúm 27 pró­sent.

Í til­kynn­ingu seg­ist for­ysta fé­lag­anna fagna þess­um nið­ur­stöð­um og líta björt­um aug­um til fram­tíð­ar og tæki­fær­anna sem stærra og sterk­ara stétt­ar­fé­lag gefi. Alls verða um 11 þús­und fé­lags­menn í hinu nýja fé­lagi.

For­menn fé­lag­anna voru ánægð­ir með nið­ur­stöð­una.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.