Sjón­varp­inu verði stýrt með hug­an­um

Fréttablaðið - - TÆKNI - NORDICPHOTOS/GETTY – þea

Samsung þró­ar nú hugs­an­a­stýrð snjallsjón­vörp. Samsung þró­ar um þess­ar mund­ir hug­bún­að fyr­ir snjallsjón­vörp svo að hægt sé að stýra þeim með hugs­un­un­um ein­um sam­an. Verk­efn­ið nefn­ist Pont­is og er sér­stak­lega hugs­að fyr­ir fólk með fötl­un. Á ráð­stefnu í San Fr­ancisco í vik­unni sagði tals­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins að Samsung vildi þannig „gera not­end­um með lík­am­leg­ar fatlan­ir kleift að skipta um stöð eða hækka og lækka með heil­an­um“. CNet greindi frá þessu.

Verk­efn­ið er ekki bara hug­mynd held­ur var frum­gerð til sýn­is á ráð­stefn­unni. „Við er­um sí­fellt að þróa tækni sem er flókn­ari, snjall­ari, en við meg­um ekki gleyma því að tækn­in þarf að vera snið­in að not­and­an­um,“hafði CNet eft­ir tals­mann­in­um.

Til þess að stýra sjón­varp­inu mun not­andi þurfa að vera með sér­staka hettu sem þak­in er skynj­ur­um og horfa í augn­mynda­vél sem skrá­ir hreyf­ing­ar augn­anna. Þessi hetta er svo tengd við tölvu sem er síð­an tengd við sjón­varp­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.