Áfram í fang­elsi vegna Face­book-um­mæla

Fréttablaðið - - TÆKNI - – þea

Að­gerðasinn­inn, rit­höf­und­ur­inn, ljóð­skáld­ið og fræði­mað­ur­inn Stella Ny­anzi hef­ur ver­ið í fang­elsi síð­an í síð­asta mán­uði eft­ir að hún var ákærð í fyrra fyr­ir að hafa kall­að Yoweri Mu­seveni for­seta „rass­haus“á síð­asta ári. Yf­ir­völd líta á að með um­mæl­un­um, sem féllu á Face­book, hafi Ny­anzi brot­ið gegn lög­um um sta­f­ræna áreitni.

Ny­anzi ákvað í gær að hafna lausn gegn trygg­ingu svo hún gæti ver­ið áfram í fang­elsi og kennt kon­um hvernig á að nota Face­book. „Hvað er eig­in­lega ver­ið að rann­saka? Hvort Yoweri Mu­seveni sé enn móðg­að­ur? Ég ætla að fara aft­ur í Luzira-fang­els­ið og kenna kon­un­um þar hvernig mað­ur skrif­ar á Face­book svo þær geti skrif­að eins og ég geri þeg­ar þær losna,“sagði Ny­anza við dóm­ara í Bug­anda Road í gær.

Hún sagði jafn­framt að það væri í eðli henn­ar, sem skálds og rit­höf­und­ar, að skrifa. Hún hafi val­ið að beina skrif­um sín­um gegn rík­is­stjórn­inni.

Ny­anzi hef­ur reglu­lega kvatt sér til hljóðs í mót­mæl­um gegn yf­ir­völd­um. Á síð­asta ári vakti hún at­hygli í bar­áttu gegn brottrekstri af skrif­stofu sinni við Ma­k­er­erehá­skóla. Þá batt hún sig fasta á svæð­inu og af­klædd­ist fyr­ir fram­an töku­menn frétta­stöðva.

Hvað er eig­in­lega ver­ið að rann­saka? Hvort Yoweri Mu­seveni sé enn móðg­að­ur? Ég ætla að fara aft­ur í Luzira-fang­els­ið.

Stella Ny­anzi, að­gerð­arsinni, skáld og fræði­mað­ur.

Auk þess að hafa bar­ist af krafti gegn rík­is­stjórn Yower­is Mu­seveni hef­ur Ny­anzi til dæm­is bar­ist fyr­ir því að úg­andsk­ar kon­ur fái tíða­vör­ur gjald­frjálst sem og fyr­ir rétt­ind­um hinseg­in fólks.

BBC fjall­aði ít­ar­lega um þessa bar­áttu­konu á síð­asta ári, eft­ir að hún var ákærð fyr­ir um­mæl­in um for­set­ann. „Mu­seveni seg­ist enga pen­inga eiga fyr­ir tíða­vör­un­um sem hann lof­aði. Samt er hann að lofa því að koma upp eft­ir­lits­mynda­vél­um úti á götu. Hví­lík­ar lyg­ar,“hafði breska rík­is­út­varp­ið til að mynda eft­ir Stellu Ny­anzi í um­fjöll­un­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.