Inn­herj­ar víða

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Krist­ín Þor­steins­dótt­ir krist­in@fretta­bla­did.is

Frétta­blað­ið greindi í októ­ber frá skip­an starfs­hóps með full­trú­um for­sæt­is- og fjár­mála­ráðu­neyt­is og Seðla­bank­ans. Starfs­hóp­ur­inn vann svo­kall­aða sviðs­mynda­grein­ingu vegna mögu­legra áfalla í rekstri WOW air. Á manna­máli voru stjórn­völd að skoða hvaða af­leið­ing­ar gjald­þrot WOW hefði á þjóð­ar­bú­ið. Nið­ur­stöð­urn­ar voru að gjald­þrot fé­lags­ins gæti leitt til að lands­fram­leiðsla dræg­ist sam­an um tæp þrjú pró­sent og gengi krón­unn­ar gæti veikst um allt að 13 pró­sent á næsta ári. Til sam­an­burð­ar gerði spá Hag­stof­unn­ar og Seðla­bank­ans ráð fyr­ir 2,7 pró­senta hag­vexti og að gengi krón­unn­ar héld­ist stöð­ugt. Fram kom að fall WOW gæti orð­ið til þess að út­flutn­ing­ur dræg­ist sam­an um tíu pró­sent, verð­bólga hækk­aði um þrjú pró­sent – færi hátt í sex pró­sent – og að um 1.400 manns bætt­ust á at­vinnu­leys­is­skrá. Þetta væri grafal­var­leg staða.

Erf­ið­leik­ar WOW hafa ver­ið til um­ræðu. Fram­an­greind­ar upp­lýs­ing­ar lýsa hversu mik­il áhrif áföll stórra fyr­ir­tækja hafa á okk­ar litla hag­kerfi. Von­andi tekst að koma rekstri ís­lenskra flug­fé­laga í skjól og verja þau mik­il­vægu störf sem þar eru unn­in, og þau fjöl­mörgu af­leiddu störf sem þau skapa.

Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er þó ósvar­að þeg­ar lit­ið er yf­ir at­burða­rás­ina. Icelanda­ir, sem hef­ur keypt WOW, er skráð fé­lag í Kaup­höll­inni. Eig­end­ur þess eru líf­eyr­is­sjóð­ir, fag­fjár­fest­ar og al­menn­ing­ur. Hjá skráð­um fé­lög­um er gert ráð fyr­ir að all­ir sem hlut eiga að máli fái sömu upp­lýs­ing­ar á sama tíma. Var það svo?

Frétta­blað­ið greindi ný­lega frá fund­ar­höld­um um vanda flug­fé­laga, sem stjórn­mála­menn og emb­ætt­is­menn tóku þátt í. Hvaða upp­lýs­ing­ar voru veitt­ar á þeim fund­um? Og hvaða upp­lýs­ing­ar hafði starfs­hóp­ur­inn sem vann sviðs­mynda­grein­ing­una?

For­sæt­is­ráð­herra ræddi kaup Icelanda­ir á WOW í við­tali í vik­unni og sagð­ist ekki geta sagt að þetta hefði kom­ið sér á óvart og auð­vit­að „höf­um við fylgst grannt með þess­um mál­um um nokk­urt skeið“.

For­sæt­is­ráð­herra verð­ur að upp­lýsa hvaða upp­lýs­ing­ar hún hafði. Kaup­in komu al­menn­um fjár­fest­um á óvart, en ekki for­sæt­is­ráð­herra. Hluta­bréf Icelanda­ir hækk­uðu um tæp­lega 40% á dagsparti. Hverju hafði for­sæt­is­ráð­herra fylgst svona grannt með? Hafði rík­is­stjórn­in meiri upp­lýs­ing­ar en eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins? For­sæt­is­ráð­herra seg­ir „við“. Hverj­ir eru við? Get­ur ver­ið að inn­herja­upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið með­al fólks sem ekki var skráð sem inn­herj­ar? Af frétt­um er ljóst að ekki ber öll­um sam­an um að­drag­anda og tíma­línu kaup­anna. Það er um­hugs­un­ar­efni. Hlut­haf­ar Icelanda­ir hljóta að spyrja af hverju op­ið var fyr­ir við­skipti með bréf fé­lags­ins að morgni 5. nóv­em­ber í ljósi þeirra upp­lýs­inga sem nú liggja fyr­ir.

Seðla­bank­inn tók þátt í sviðs­mynda­grein­ing­unni. Bank­inn hafði gert ráð fyr­ir stöð­ugu gengi ís­lensku krón­unn­ar í ná­inni fram­tíð. Ís­lenska krón­an hef­ur hins veg­ar fall­ið eins og steinn sam­fara vinn­unni við úr­lausn vanda flug­fé­lag­anna. Því er eðli­legt að spyrja: Var veik­ing ís­lensku krón­unn­ar hluti af björg­un­ar­að­gerð­um stjórn­valda? Frá ág­úst­byrj­un hef­ur gengi krón­unn­ar fall­ið yf­ir 10%. Var það ákvörð­un stjórn­valda að fella gengi ís­lensku krón­unn­ar?

Því er eðli­legt að spyrja: Var veik­ing ís­lensku krón­unn­ar hluti af björg­un­ar­að­gerð­um stjórn­valda? Frá ág­úst­byrj­un hef­ur gengi krón­unn­ar fall­ið yf­ir 10%. Var það ákvörð­un stjórn­valda að fella gengi ís­lensku krón­unn­ar?

Waitrose heit­ir bresk­ur stór­mark­að­ur þar sem mið­aldra millistéttar­fólk kaup­ir sér líf­ræn­an el­ixír – humm­us, avóka­dó, djús úr granatepl­um, hveitigrasi og mórölsku yf­ir­læti – á upp­sprengdu verði. Versl­un­in gef­ur auk þess út vin­sælt tíma­rit um mat. Ný­ver­ið sagði rit­stjóri Waitrose Food tíma­rits­ins brand­ara um græn­met­isæt­ur. William Sitwell sagð­ist orð­inn svo leið­ur á jurta­æt­um að hann lagði til að þeim yrði slátr­að. Ekki leið á löngu uns in­ter­net­ið slátr­aði rit­stjór­an­um. Sitwell sagði af sér vegna brand­ar­ans.

Ástæð­ur af­sagna eru jafn­fjöl­breytt­ar og menn­irn­ir eru marg­ir. Lin­us Tor­valds er finnsk­ur tölv­un­ar­fræð­ing­ur og stór­stjarna í tækni­heim­in­um en hann er upp­hafs­mað­ur stýri­kerf­is­ins Lin­ux sem knýr áfram stór­an hluta in­ter­nets­ins og alla Android-síma ver­ald­ar. Í sept­em­ber síð­ast­liðn­um steig Tor­valds til hlið­ar sem að­al­for­rit­ari Lin­ux. Ástæð­an: Hann hag­aði sér eins og fífl. Tor­valds, sem trúði ekki á kurt­eisi, var þekkt­ur fyr­ir að ausa óhróðri yf­ir sam­for­rit­ara sína ef þeir stóðu ekki í stykk­inu: „Farðu og stút­aðu þér; heim­ur­inn væri betri án þín,“tjáði hann ein­um. „Haltu f****** kjafti,“sagði hann við ann­an. Tor­valds sneri aft­ur til vinnu um mán­aða­mót­in, breytt­ur mað­ur með siða­regl­ur fyr­ir Lin­ux-sam­steyp­una í fartesk­inu.

Sum­ir snúa aft­ur oft­ar en einu sinni. Peter Mand­el­son var þing­mað­ur breska Verka­manna­flokks­ins á ár­un­um 1992-2004. Ár­ið 1998 sagði Mand­el­son af sér sem iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra í rík­is­stjórn Tony Bla­ir er upp komst að hann hefði þeg­ið 373.000 punda leyni-lán frá póli­tísk­um sam­flokks­manni til að kaupa sér hús í auð­kýf­inga­hverf­inu Nott­ing Hill í London. Tíu mán­uð­um síð­ar sneri hann aft­ur sem Norð­ur-Ír­lands­mála­ráð­herra. En ár­ið 2001 sagði hann aft­ur af sér embætti, að þessu sinni vegna ásak­ana um að hafa hlutast til um að ind­versk­ur við­skipta­jöf­ur fengi bresk­an rík­is­borg­ara­rétt. Mand­el­son sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur myrkra­höfð­ingi breskra stjórn­mála er sann­ar­lega eins og aft­ur­geng­in teflon­panna því ár­ið 2008 komst hann enn á ný í rík­is­stjórn er Gor­don Brown gerði hann að við­skipta­ráð­herra. „Allt er þeg­ar þrennt er,“var haft eft­ir myrkra­höfð­ingj­an­um sleipa.

En ekki heppn­ast all­ar af­sagn­ir. Í upp­hafi þessa árs mætti Michael Ba­tes, barón sem á sæti í lá­varða­deild breska þings­ins, nokkr­um mín­út­um of seint til þing­fund­ar. Ba­tes átti að sitja fyr­ir svör­um um launa­ó­jöfn­uð en þar sem hann var ekki kom­inn leysti koll­egi hans hann af hólmi. Ba­tes var svo mið­ur sín yf­ir að hafa mætt of seint í vinn­una að hann stóð upp í þingsal, sagð­ist skamm­ast sín fyr­ir hegð­un sína og sagði af sér á staðn­um. For­sæt­is­ráð­herra neit­aði hins veg­ar að taka upp­sögn­ina gilda. Ba­tes sit­ur því enn.

Væng­stýfð af von

Ástæð­ur fyr­ir af­sögn­um eru marg­ar. Þær eru einnig marg­ar ástæð­ur þess að menn segja ekki af sér – nán­ar til­tek­ið 130.000.000.000.

Fjöl­mið­ill­inn Stund­in hef­ur und­an­far­ið fjall­að um fjár­mál fyr­ir­tækja í eigu fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra í að­drag­anda hruns­ins 2008. Grein­ir Stund­in frá því að fyr­ir­tæki sem Bjarni kom að fyr­ir hönd fjöl­skyldu sinn­ar hafi feng­ið af­skrift­ir upp á 130 millj­arða króna.

Lé­leg­ur brand­ari; al­menn­ur dóna­skap­ur; póli­tísk myrkra­verk; skróp í vinn­una. Allt eru þetta ástæð­ur af­sagna. 130 millj­arða af­skrift­ir á vakt ráð­herra – ekki sam­göngu­ráð­herra, ekki ut­an­rík­is­ráð­herra, ekki köku­skreyt­inga­ráð­herra, held­ur ráð­herra fjár­mála – veld­ur hins veg­ar ekki einu sinni fjaðra­foki.

En hvað um það. Við höld­um okk­ar striki, væng­stýfð af von um að senn komi röð­in að okk­ur að bein­tengj­ast banka með slöngu í æð, önn­um kaf­in í al­gleymi hvers­dags­ins, um­vaf­in þeirri hug­ljúfu en svo­lít­ið yf­ir­þyrm­andi vissu að það eru 44 dag­ar til jóla og þess­ar sör­ur baka sig ekki sjálf­ar. Kannski að Bjarni kíki í heim­sókn og sáldri yf­ir þær smá syk­ur­skrauti – en best að hleypa hon­um þó ekki í heim­il­is­bók­hald­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.