Val­ur í Hollandi um helg­ina

Fréttablaðið - - SPORT - FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR iþs

Val­ur mæt­ir hol­lenska lið­inu H.V. Qu­int­us í 3. um­ferð Áskor­enda­bik­ars Evr­ópu um helg­ina. Báð­ir leik­irn­ir fara fram ytra. Fyrri leik­ur­inn, sem er heima­leik­ur Qu­int­us, fer fram í kvöld og sá síð­ari, sem telst heima­leik­ur Vals, er á morg­un. Sig­ur­veg­ar­inn úr ein­víg­inu kemst í 16-liða úr­slit Áskor­enda­bik­ars­ins.

Valskon­ur hafa ver­ið á góðri sigl­ingu að und­an­förnu og unn­ið fimm leiki í röð í deild og bik­ar. Val­ur er á toppi Olís-deild­ar kvenna með 13 stig eft­ir átta um­ferð­ir.

Qu­int­us er í 2. sæti hol­lensku deild­ar­inn­ar með tólf stig, tveim­ur stig­um á eft­ir topp­liði VOC Am­ster­dam. Qu­int­us hef­ur unn­ið sex af fyrstu sjö deild­ar­leikj­um sín­um á tíma­bil­inu. –

Lovísa Thomp­son, einn af lyk­il­mönn­um Vals.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.