Hvað er ónæm­is­með­ferð?

Fréttablaðið - - HELGIN -

Ónæm­is­með­ferð í krabba­meins­lækn­ing­um felst í því að virkja ónæmis­kerfi ein­stak­lings­ins í bar­átt­unni við krabba­mein. Með­ferð­in er til­tölu­lega ný, þó að lækn­ar hafi allt frá því snemma á síð­ustu öld freist­að þess að efla nátt­úru­leg­ar varn­ir ein­stak­lings­ins til að berj­ast gegn sjúk­dómn­um.

Ekki er langt síð­an ónæm­is­með­ferð bætt­ist í flokk með­ferð­ar­úr­ræða sem stað­ið hafa sjúk­ling­um, og lækn­um þeirra, til boða. Hing­að til hafa úr­ræð­in ver­ið skurð­að­gerð, geislameð­ferð og lyfja­með­ferð.

Ónæm­is­með­ferð­in á upp­runa sinn í til­raun­um Ja­mes P. All­i­son og Ta­suku Honjo en þeir sýndu fram á það hvernig ákveð­in prótein hamla virkni T-fruma ónæmis­kerf­is­ins (svo­kall­aðra dráps­fruma) í þeirri miklu orr­ustu sem geis­ar í lík­am­an­um þeg­ar krabba­meins­frum­ur brjót­ast fram. Með því að bæla þessi til­teknu prótein er hægt að virkja ónæmis­kerf­ið frek­ar í við­ur­eign­inni við krabba­mein. All­i­son og Honjo fengu á dög­un­um Nó­bels­verð­laun í lækn­is­fræði fyr­ir rann­sókn­ir sín­ar.

ÓNÆM­IS­MEЭFERÐ

VIÐ KRABBA­MEINI ER

STUND­UÐ HÉR Á LANDI

OG HEF­UR GEF­IÐ GÓÐA

RAUN.

Í ónæm­is­með­ferð eru nátt­úru­leg­ar varn­ir ein­stak­lings­ins til að berj­ast gegn sjúk­dómn­um efld­ar.

All­i­son og Honjo.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.