Sterk­ar for­mæð­ur

Ás­dís Halla Braga­dótt­ir skoð­aði sögu for­mæðra sinna í nýrri bók sinni, Horn­auga. Hún leit­aði fanga í skjala­söfn­um heima og er­lend­is, gróf upp áð­ur óbirt einka­bréf og um­deild­ar játn­ing­ar. Frétta­blað­ið birt­ir brot úr öðr­um kafla bók­ar­inn­ar.

Fréttablaðið - - JÓLABÆKURNAR 2018 - MYND/SIG­RÍЭUR ZOËGA MYND/ÁS­DÍS

Úr 2. kafla SÍÐDEGI GRETTISGATA 46 SUNNUDAGUR, 18. JANÚ­AR 1959

Fín­gerð­ar hend­ur Hjart­ar titr­uðu þeg­ar hann rétti henni kam­el­brúnu vetr­ar­káp­una sem hafði hang­ið í for­stof­unni. Hún þótt­ist ekki taka eft­ir neinu og lést vera upp­tek­in af því að leita að sjal­inu sem hún vissi að lægi sam­an­brot­ið inn­an í hatt­in­um sem enn lá uppi á hill­unni fyr­ir of­an fata­heng­ið.

Ingi­björg átt­aði sig á að skjálft­inn í hönd­um hans staf­aði ekki ein­ung­is af spennu vegna kvölds­ins held­ur var áfeng­is­þorst­inn far­inn að segja til sín, en hann hafði hald­ið aft­ur af sér í drykkj­unni í návist henn­ar síð­ustu vik­ur. Löng­un­in til að segja eitt­hvað, grát­biðja hann enn og aft­ur um að snúa við blað­inu, kraum­aði innra með henni, en stað­föst beit hún á jaxl­inn.

Af eig­in raun þekkti hún til­finn­ing­una óþægilega vel. Til­hlökk­un­in sem magn­ast upp þeg­ar hellt er í glas­ið, þetta dá­sam­lega hljóð þeg­ar vökvinn renn­ur úr flösk­unni og stund­in þeg­ar sop­inn fyll­ir vit­in. Nautn­in þeg­ar áhrif­in streyma út í blóð­ið, flæða um æð­arn­ar og all­ar áhyggj­ur hverfa á braut. En hann átti að vita bet­ur og á þess­ari stundu lét hún sem ekk­ert væri. Nú þeg­ar son­ur henn­ar stóð á þess­um miklu kross­göt­um, var hvorki stað­ur né stund til að pre­dika yf­ir hon­um.

Ít­rek­að hafði hún sagt allt sem segja þurfti.

Í þrjá­tíu ár hafði hún skrif­að hon­um frá Am­er­íku, stung­ið þykk­um bréf­un­um í um­slög­in og far­ið með þau á póst­hús­ið sem stóð rétt fyr­ir neð­an gisti­heim­il­ið henn­ar á 2643 Broadway í New York.

Þörf­in fyr­ir að hvetja hann, styðja og leið­beina hafði aldrei vik­ið frá henni.

Í fyrstu voru bréf­in hlý og hvetj­andi, ein­læg­ar kveðj­ur frá móð­ur til son­ar sem hún hafði ver­ið neydd til að yf­ir­gefa í æsku þeg­ar hún flutt­ist – eða öllu held­ur flúði land og fór eins langt í burtu og hún mögu­lega komst frá ill­um tung­um í Reykja­vík. Hún lýsti því hvernig líf henn­ar og bróð­ur hans var í nýja land­inu, og sagði að hún sakn­aði hans. Von­andi kæmi hann sem fyrst.

Þótt aldrei bær­ust svör skrif­aði hún áfram í þeirri von að þraut­seigj­an sann­aði fyr­ir hon­um að hún elsk­aði hann. Að hann væri það fyrsta sem hún hugs­aði um þeg­ar hún vakn­aði upp í ys og þys stór­borg­ar­inn­ar í 5000 kíló­metra fjar­lægð og það síð­asta þeg­ar hún færi þreytt að sofa snemma á kvöld­in – en þá þeg­ar var kom­in nótt hjá hon­um langt norð­ur í Atlants­hafi.

Hún varð að sanna fyr­ir hon­um að það hefði ekki ver­ið ætl­un henn­ar að svipta hann áhyggju­lausri æsk­unni og hvað þá að skilja hann eft­ir þeg­ar skip­ið sigldi burt með hana og litla bróð­ur. Hann varð að trúa því að hún hefði veif­að hon­um ef hún hefði treyst sér til þess – ef það hefði ekki ver­ið of sárt að kveðja. Auð­vit­að ætl­aði hún alltaf að koma aft­ur, en hún gat það ekki. Hann hlaut að vita að hún ætl­aði sér þetta aldrei. Ekk­ert af þessu.

Ein­staka sinn­um fékk hún frétt­ir af hon­um, fal­lega drengn­um með bláu aug­un og ljósu lokk­ana sem alls stað­ar vakti at­hygli fyr­ir fjöl­þætta greind og mælsku. Strax í æsku lék hann sér að tungu­mál­um og stærð­fræði, að ógleymd­um tón­list­ar­hæfi­leik­um sem nutu sín hvort sem var við fiðlu­leik­inn eða pí­anó­ið.

Og í óra­fjar­lægð breytt­ist hann smám sam­an í ung­an mann, fiðlu­leik­ara, pí­anó­leik­ara, rit­höf­und, eig­in­mann, föð­ur og mennta­skóla­kenn­ara.

Þá fyrst hætti hún að skrifa hon­um bréf um allt og ekk­ert en fór að láta eft­ir sér að lauma til hans góð­um ráð­um um hvernig hann gæti losn­að úr fjötr­um ástríðn­anna – sama hverj­ar þær væru. Hvernig hann gæti orð­ið öllu óháð­ur og óbund­inn af hinu jarð­neska tildri. Ver­ið frjáls.

Ár­um sam­an svar­aði hann í engu hvatn­ingu henn­ar en bréf­in sendi hún áfram, eitt fyr­ir hverja árs­tíð. Vet­ur.

Sum­ar.

Vor.

Haust.

Á vet­urna, skömmu fyr­ir jól, fylgdi þeim kassi með óvænt­um glaðn­ingi frá Am­er­íku. Góð­gæt­ið valdi hún vand­lega. Hún ímynd­aði sér að eig­in­kona Hjart­ar yrði þakk­lát fyr­ir þurrk­aða ávexti fyr­ir há­tíð­arn­ar og al­veg var hún viss um að litlu syn­ir hans þrír kynnu að meta Hers­heysúkkulaði, sleiki brjóstsyk­ur og kúlutyggjó sem ekki fékkst á Íslandi. Fyr­ir hann sjálf­an sendi hún nýj­ustu tíma­rit­in. Ár­lega fékk hún skila­boð með þakk­læti fyr­ir kass­ann en aldrei var minnst á bréf­in.

Ást­and­ið á syn­in­um, þeg­ar hún kom loks til lands­ins eft­ir 30 ára út­legð, var verra en hún hafði ótt­ast og svo van­hirt­ur var hann að ekki var að undra að sál­ar­gróð­ur hans hefði visn­að.

Þarna stóð hann, föl­ur og fár, í þröngri en langri for­stof­unni og ot­aði að henni yf­ir­höfn­inni líkt og hann væri að ýta á hana að drífa sig út. Þau höfðu varla lok­ið við að drekka síð­deg­isteið þeg­ar hann sagð­ist sjálf­ur ætla að ganga frá boll­un­um sem þau höfðu ný­lok­ið úr. Þeir stóðu enn á eld­hús­borð­inu ásamt syk­ur­kar­inu, en hún vissi að hann hafði ein­ung­is sagt þetta til að hún tefð­ist ekki við frá­gang í eld­hús­inu. Hann vildi að hún færi sem fyrst.

Áð­ur en Unn­ur, eig­in­kona hans, kæmi heim.

Áhyggj­ur hans voru óþarf­ar, hún þráði sjálf að kom­ast út úr litlu ris­íbúð­inni sem var um 65 fer­metr­ar en virk­aði enn smærri en gólf­flöt­ur­inn sýndi því megn­ið af henni var und­ir súð. Ef hún kunni enn að um­reikna metra yf­ir í fet voru það um 700 fer­fet auk þvotta­húss­ins. Rúm­góða stof­una innst á gang­in­um hafði hún feng­ið út af fyr­ir sig með­an Ás­dís Halla Braga­dótt­ir vildi vita meira um föð­ur­fjöl­skyldu sína eft­ir að hafa fund­ið blóð­föð­ur sinn. á dvöl­inni stóð og ekki gat hún kvart­að yf­ir dív­an­in­um sem Unn­ur hafði bú­ið vand­lega um áð­ur en hún kom.

Úr stof­unni var op­ið inn í svefn­her­berg­ið þar sem fjöl­skyld­an svaf, hjón­in í tví­breiðu rúmi, yngri dreng­irn­ir tveir í koju og sá elsti á litl­um bedda. Her­berg­in voru svip­uð á stærð og þau sem hún leigði út á Broadway þar sem yf­ir­leitt gistu ekki nema tveir í einu. Gólfpláss var Ingi­björg Lín­dal í nóv­em­ber 1919, kom­in rúm­lega sex mán­uði á leið með yngri son sinn. nær ekk­ert í svefn­her­berg­inu þeg­ar bú­ið var að koma þar fyr­ir rúm­um fyr­ir fimm manna fjöl­skyldu, ein­um skáp og lít­illi komm­óðu.

Á svefn­her­berg­is­hurð­inni, sem sneri út að for­stof­unni, hékk jakki Hjart­ar, í stíl við stífpress­uðu bux­urn­ar sem hann var kom­inn í. Hún vissi að hann yrði glæsi­leg­ur í hon­um þeg­ar stóra stund­in rynni upp. Dökk­grár lit­ur­inn og riffl­að

efn­ið myndi njóta sín við hvítu skyrt­una og ljós­gráa bind­ið sem hann var bú­inn að hnýta um háls­inn. Vissu­lega var hann grann­holda og þreytu­leg­ur, með dökka bauga und­ir aug­un­um, en hann var áber­andi snyrti­leg­ur og fríð­ur, húð­in slétt og ljóst snögg­klippt hár­ið vatns­greitt til hlið­ar.

„Fannstu sjal­ið?“

Með upp­gerð­ar­brosi svar­aði hún ját­andi, dró sjal­ið upp úr dökk­brúna hatt­in­um sem hún hafði teygt sig eft­ir, tví­vafði um háls­inn og hnýtti laust. Hún flýtti sér hægt í skóna og lét ekki á því bera að hún nýtti augna­blik­ið til að dást að hon­um. Stund­irn­ar þeg­ar þau voru bara tvö ein höfðu ekki ver­ið marg­ar eft­ir að hún kom til lands­ins.

Helst hefði hún vilj­að fylgja hon­um gang­andi nið­ur í Sjálf­stæð­is­hús þar sem út­varps­upp­tak­an fór fram, en hann sagð­ist vilja fara einn. Hann þyrfti næði fyr­ir upp­tök­una, að hvíla hug­ann og ná ein­beit­ingu.

Til mik­ils var að vinna og til að gefa hon­um svig­rúm hafði Ingi­björg gert sér upp er­indi, sagst ætla að út­rétta. Hún tók við káp­unni, klæddi sig í hana og setti upp hatt­inn sem náði vel yf­ir hár­ið sem var tek­ið upp í hnút á hnakk­an­um.

„Við sjá­umst í kvöld þeg­ar ég er bú­inn.“

Hún sam­sinnti því og sagð­ist treysta því að hann gerði sitt besta. Í þann mund sem hann lok­aði dyr­un­um á eft­ir henni horfði hún ákveð­ið í aug­un á hon­um og kvaddi hann með sín­um hætti:

„Hjört­ur minn … láttu mig ekki verða fyr­ir von­brigð­um.“

AF EIG­IN

RAUN

ÞEKKTI HÚN

TILFINN

INGUNA

ÓÞÆGILEGA

VEL

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.