Mín fag­lega fjöl­skylda

Ása Rich­ards­dótt­ir hef­ur ver­ið ráð­in fram­kvæmda­stjóri al­þjóð­legu sviðslista­sam­tak­anna IETM sem yf­ir 500 leik- og dans­hús, hóp­ar og há­tíð­ir í fimm heims­álf­um eiga að­ild að.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - Gun@fretta­bla­did.is FRÉTTA­BLAЭIÐ/GVA

Ég er mjög glöð og til­bú­in að tak­ast á við þetta starf,“seg­ir Ása Rich­ards­dótt­ir, stödd í München í Þýskalandi, á stór­um fundi sviðslista­sam­tak­anna IETM þar sem til­kynnt var um ráðn­ingu henn­ar sem fram­kvæmda­stjóra þeirra frá 1. fe­brú­ar næst­kom­andi. Hún seg­ir að rúm­lega 50 manns hafa sótt um embætt­ið. „Fyrst voru vald­ir átta og svo fjór­ir, þannig að ég er bú­in að fara í tvö við­töl og veit að rætt var við margt fólk sem hef­ur haft af mér kynni. Þetta hef­ur ver­ið tveggja mán­aða ferli,“seg­ir hún.

Sam­tök­in IETM eru með að­set­ur í Brus­sel svo þar kem­ur Ása til með að búa næstu ár­in, eft­ir að hún tek­ur við stöð­unni. Þau eru ein þau stærstu sinn­ar teg­und­ar í heim­in­um. Voru stofn­uð ár­ið 1981 og eru með yf­ir 500 leik- og dans­hús, há­tíð­ir, hópa, stofn­an­ir og sam­tök inn­an­borðs, auk listráða og menn­ing­ar­ráðu­neyta margra landa.

Ása er fædd og upp­al­in í Kópa­vogi. Þar hef­ur hún líka bú­ið og bland­að sér í bæj­ar­póli­tík­ina á seinni ár­um en fyrstu af­skipti henn­ar af sviðslist­um var stofn­un Kaffi­leik­húss­ins ár­ið 1994 sem hafði að­set­ur í Hlað­varp­an­um, neðst við Vest­ur­göt­una í Reykja­vík. Síð­ar var hún fram­kvæmda­stjóri Ís­lenska dans­flokks­ins í átta ár og for­seti Leik­list­ar­sam­bands Ís­lands í fjög­ur. Nú er hún formað­ur stjórn­ar Tjarn­ar­bíós og síð­ustu átta ár hef­ur hún unn­ið sjálf­stætt í ýms­um nor­ræn­um, evr­ópsk­um og al­þjóð­leg­um verk­efn­um. „Ég hef ver­ið fé­lagi í IETM fyr­ir hönd mis­mun­andi stofn­ana, hópa og leik­húsa í sex­tán ár. Sam­tök­in hafa ver­ið mín fag­lega fjöl­skylda,“seg­ir hún.

Ása seg­ir Ís­land hafa geng­ið í IETM með því að skipu­leggja stór­an fund á veg­um sam­tak­anna í októ­ber ár­ið 2002. „Sjálf­stæðu leik­hús­in stóðu að fund­in­um, þá voru átta slík á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Við brydd­uð­um upp á ýms­um nýj­ung­um, buð­um til dæm­is upp á ferða­lag dag­inn áð­ur en fund­ur­inn hófst. Fólk fékk með­al ann­ars að fara í sund í Hvera­gerði, hlýða á sóló­tón­leika Tatu Kantoma harmóniku­leik­ara við 200 kerta­ljós inni í helli og gista í koj­um í skíða­skála und­ir dans­andi norð­ur­ljós­um. Þannig stimpl­uð­um við Ís­lend­ing­ar okk­ur inn og forferð­ir hafa ver­ið fast­ur lið­ur fyr­ir stóra fundi sam­tak­anna síð­an.“ Ása kveðst til­bú­in að flytja út þó henni þyki ákaf­lega vænt um Ís­land.

Sér­stak­ar þakk­ir fær­um við starfs­fólki á Reyni­hlíð fyr­ir góða umönn­un.

Ást­kær móð­ir okk­ar, tengda­mamma, amma og langamma,

verð­ur jarð­sung­in frá Garða­kirkju nk. þriðju­dag 13. nóv­em­ber kl. 13.00.

þró­un og nýbreytni. Þau eru einn helsti tengi­lið­ur Evr­ópu­sam­bands­ins þeg­ar kem­ur að sviðslist­um og gegna hlut­verki í stefnu­mót­un fyr­ir slík­ar list­ir á al­þjóða­vísu. htt­ps://www.ietm.org

tví­ær­ingn­um Ís­heit Reykja­vík sem fer fram víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 12. til 16. des­em­ber. Svo eru flutn­ing­ar hand­an við horn­ið. „Ég er al­ger­lega til­bú­in að flytja út, þó mér þyki ákaf­lega vænt um Ís­land,“seg­ir hún og upp­lýs­ir að eig­in­mað­ur­inn, Hjálm­ar H. Ragn­ars­son, muni ör­ugg­lega verða með ann­an fót­inn á Íslandi og hinn í Brus­sel. „Krakk­arn­ir okk­ar eru upp­komn­ir, þeir koma og fara eft­ir því sem þeim sýn­ist.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.