Ár­legt mót á Ma­deira

Fréttablaðið - - KROSSGÁTA & ÞRAUTIR -

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an flykkst til eyj­unn­ar Ma­deira á þess­um tíma árs. Að­sókn í ár slær öll met og eru þeir milli 60 og 70. Eyj­an Ma­deira er und­an norð­vest­ur­hluta Afríku­álfu og er þetta því tölu­vert ferða­lag. En það hindr­ar ekki Ís­lend­inga í að fara þang­að á þetta al­þjóð­lega bridge­mót sem hald­ið er ár hvert í borg­inni Funchal á þess­ari fögru eyju. Ís­lend­ing­ar hafa oft ver­ið með­al verð­launa­hafa og end­að jafn­vel í efsta sæti. Sveinn Rún­ar Ei­ríks­son (sem jafn­an skipu­legg­ur mót­ið fyr­ir Ís­lend­inga) og Magnús Eið­ur Magnús­son unnu tví­menn­ings­mót­ið til dæm­is í fyrra. Byrj­að er á upp­hit­un­art­ví­menn­ingi og síð­an er spil­að tví­menn­ings­mót og sveita­keppn­is­mót. Bridge­mót þetta st­end­ur yf­ir dag­ana 1.-12. nóv­em­ber og er það hald­ið í 21. sinn. Dan­irn­ir Mads Eyde og Denn­is Bilde unnu tví­menn­ingskeppn­ina í ár (með 61,98% skor) en Jón Ing­þórs­son og Krist­inn Ólafs­son end­uðu efst­ir Ís­lend­inga í 4. sæti með 61,11% skor. Sel­fyss­ing­arn­ir Gísli Þór­ar­ins­son og Þórð­ur Sig­urðs­son end­uðu í 23 sæti (af rúm­lega 200 pör­um) með 56,61% skor. Í þessu spili í tví­menn­ingskeppn­inni sátu þeir í AV. Suð­ur var gjaf­ari og all­ir á hættu: Vest­ur

53

9 K972 KG8643

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.