Kannski sam­tíma Völu­spá

Í nýrri ljóða­bók yrk­ir Dag­ur Hjart­ar­son um þjón­ustu­full­trúa sem mik­ið mæð­ir á. Seg­ist verða var við mik­inn ljóða­áhuga þjóð­ar­inn­ar.

Fréttablaðið - - MENNING - FRÉTTA­BLAЭIÐ/EYÞÓR kol­brun@fretta­bla­did.is

Því mið­ur er ný ljóða­bók eft­ir Dag Hjart­ar­son. Í gegn­um alla bók­ina er að finna sí­end­ur­tek­ið stef: Því mið­ur eru all­ir þjón­ust u f u l l t r ú a r okk­ar …

„Hug­mynd­in að bók­inni kom til mín þeg­ar ég hringdi í fyr­ir­tæki „Áskor­un­in var að halda í það óræða,“seg­ir Dag­ur. til að panta mér mat og fékk þá meld­ingu að því mið­ur væru all­ir þjón­ustu­full­trú­ar upp­tekn­ir. Þetta varð kveikj­an að bók­inni og svo að segja öll ljóð­in byrja á orð­un­um: Því mið­ur eru all­ir þjón­ustu­full­trú­ar okk­ar … og fram­hald­ið er alla vega, til dæm­is: … með lágt sjálfs­álit/ … með at­hygl­is­brest,“seg­ir Dag­ur. „Í þess­ari bók sé ég fyr­ir mér þessa þjón­ustu­full­trúa og rödd fyr­ir­tæk­is­ins tal­ar til les­end­anna. Í gegn­um bók­ina verð­ur til óræð mynd af þessu fyr­ir­tæki, sem kann að vera tákn fyr­ir eitt­hvað stærra, og mynd af þjón­ustu­full­trú­um, sem eru auð­vit­að ekki bara þjón­ustu­full­trú­ar. Bók­in fjall­ar um átök inn­an fyr­ir­tæk­is­ins, kvíða, þögult of­beldi, eld og hvað það þýð­ir að vera upptekinn.“

BÓK­IN FJALL­AR UM ÁTÖK INN­AN FYR­IR­TÆK­IS­INS, KVÍÐA, ÞÖGULT OF­BELDI, ELD OG HVAÐ ÞAÐ ÞÝЭIR AÐ VERA UPPTEKINN.

Sp­urð­ur hvort þarna séu á ferð ádeilu­ljóð seg­ir Dag­ur: „Við fyrstu sýn virð­ist þetta vera ádeilu­bók en í raun og veru er þetta bara hlut­læg út­tekt, eins kon­ar hjartalínu­rit. En slík rit kunna auð­vit­að að fela í sér ákveðna heimsenda­spá. Kannski er þetta bara sam­tíma Völu­spá.“

Þetta er þriðja ljóða­bók Dags og sjötta bók hans. Í fyrra kom út ljóða­bók­in Heila­skurð­að­gerð­in þar sem var að finna ann­an tón en í Því mið­ur. „Heila­skurð­að­gerð­in var miklu per­sónu­legri og þar var meiri naum­hyggja en í þess­ari bók, sem er miklu sam­fé­lags­mið­aðri og póli­tísk­ari. Það er ákaf­lega erfitt að yrkja póli­tísk ljóð því það er hætta á að póli­tík­in stroki út ljóðlist­ina. Áskor­un­in var að halda í hið óræða.“

Dag­ur er sp­urð­ur hvernig eigi við hann að vera þátt­tak­andi í jóla­bóka­flóð­inu. „Ég stend bara keik­ur,“seg­ir hann. „Ég setti bók­ina í for­sölu á net­inu og aug­lýsti hana á Twitter og við­tök­ur hafa ver­ið ein­stak­lega góð­ar. Ég verð svo sann­ar­lega var við ljóða­áhuga þjóð­ar­inn­ar.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.