Tónlist

Fréttablaðið - - MENNING - Tón­leik­ar í Breið­holts­kirkju 17.00 Breið­holts­kirkja Mitt bláa hjarta 17.00 Akur­eyr­ar­kirkja Elif Yal­vaç í Mengi 20.30 Mengi, Óð­ins­götu Vestn­or­rænn fund­ur Inga Bjarna og Bárð­ar 17.00 Hann­es­ar­holt, Grund­ar­stíg Pólsk menn­ing­ar­há­tíð í til­efni 100 ára full­veld

Hvað?

Hvenær?

Hvar?

Tón­leik­ar verða í Breið­holts­kirkju í dag, laug­ar­dag, klukk­an 17. Til­efn­ið er 20 ára vígslu­af­mæli org­els­ins. Af því til­efni voru í vor pönt­uð tvö ný tón­verk hjá tón­skáld­kon­un­um Birgit Djupe­dal og Ingi­björgu Ýri Skarp­héð­ins­dótt­ur og verða þau frum­flutt á tón­leik­un­um af Kór Breið­holts­kirkju. Á org­el­ið leik­ur Guðný Ein­ars­dótt­ir. Ein­söngv­ar­ar og les­ar­ar eru úr hópi kór­fé­laga.

Hvað?

Hvenær?

Hvar?

Laug­ar­dag­inn 10. nóv­em­ber kl. 17 mun Karl Ol­geirs­son halda tón­leika í Akur­eyr­ar­kirkju. Hann mun spila og syngja djass­söngva af ný­út­kom­inni plötu sinni, Mitt bláa hjarta. Þór­hild­ur Ör­vars­dótt­ir verð­ur sér­stak­ur gest­ur og syng­ur nokk­ur lag­anna. Nota­legt síðdegi í skamm­deg­inu. Miða­sala við inn­gang­inn.

Hvað?

Hvenær?

Hvar?

Tyrk­neska raf­tón­list­ar­kon­an og tón­skáld­ið Elif Yal­vaç mun halda sína aðra tón­leika á Íslandi í kjöl­far nýrr­ar plötu sinn­ar, L’app­el du Vi­de, sem kom út á hjá plötu­fyr­ir­tæk­inu Cura­ted Doom.

Hvað?

Hvenær?

Hvar?

Þetta vestn­or­ræna dúó held­ur tón­leika í Hann­es­ar­holti laug­ar­dag­inn 10. nóv­em­ber. Dúó­ið skipa þeir Ingi Bjarni Skúla­son á pí­anó og hinn fær­eyski Bárð­ur Reinert Poul­sen á kontrabassa. Þeir spila iðu­lega sam­an með tríói Inga Bjarna, sem ný­ver­ið gaf út plöt­una „Fund­ur“. Tón­list­in er und­ir áhrif­um frá þjóð­lög­um og djassi. Á þess­um dúó­tón­leik­um munu þeir nálg­ast lög af plöt­unni á fersk­an hátt. Lög­in verða jafn­framt tengd sam­an með frjáls­um spuna þar sem allt get­ur gerst! Karl Ol­geirs­son spil­ar á tón­leik­um í Akur­eyr­ar­kirkju í dag.

Klúbbur­inn Geys­ir er fé­lag fólks sem tekst á við eða hef­ur tek­ist á við geð­ræn­ar áskor­an­ir og hef­ur reynst mjög vel sem brú út í sam­fé­lag­ið á ný eft­ir veik­indi.

Hvað?

Hvenær?

Hvar?

All­ir hjart­an­lega vel­komn­ir og að­gang­ur ókeyp­is. Hvað?

Hvenær?

Hvar?

Skúlp­túr­verk eft­ir Ingu S. Ragn­ars­dótt­ur. Sýn­ing­in er op­in 10. nóv.2. des. kl. 14.00-17.00 um helg­ar og eft­ir sam­komu­lagi. Hvað? Hvenær?

Hvar?

Sunnu­dag­inn 11. nóv­em­ber kl. 14 mun Harpa Þórs­dótt­ir, safn­stjóri Lista­safns Ís­lands, leiða gesti um sýninguna Lífs­blóm­ið – full­veldi Ís­lands í 100 ár. Ókeyp­is fyr­ir með­limi Selmu­klúbbs­ins.

Hvað?

Hvenær?

Hvar?

Menn­ing­ar­dag­ur verð­ur í Ás­kirkju í Laug­ar­ásn­um í Reykja­vík í dag. Messa og barn­astarf hefst klukk­an 11. Séra Sig­urð­ur Jóns­son sókn­ar­prest­ur pré­dik­ar og þjón­ar fyr­ir alt­ari. Krist­ný Rós

Gústafs­dótt­ir djákni og Benja­mín Hrafn Böðv­ars­son guð­fræð­inemi ann­ast sam­veru­stund sunnu­daga­skól­ans. Fé­lag­ar úr Kór Ás­kirkju leiða messu­söng­inn. Org­ell­eik­ari er Bjart­ur Logi Guðna­son. Köku­bas­ar og nytja­mark­að­ur Safn­að­ar­fé­lags­ins verð­ur í Ási frá klukk­an 12. Vöfflukaffi á krón­ur 1.000. Ör­tón­leik­ar Kórs Ás­kirkju í kirkj­unni. Sýn­ing á skrúða og mun­um kirkj­unn­ar.

Hvað?

Hvenær?

Hvar?

Sýn­ingu Ingu S. Ragn­ars­dótt­ur mynd­höggv­ara, Áheit / Votiv, í for­kirkju Hall­gríms­kirkju lýk­ur með sýn­ing­ar­spjalli nk. sunnu­dag, 11. nóv­em­ber, kl. 16.30 og ræð­ir Rósa Gísla­dótt­ir, mynd­listar­full­trúi List­vina­fé­lags Hall­gríms­kirkju, þar við lista­kon­una. Sýn­ing­in var opn­uð 20. maí og var fram­lengd til 11. nóv­em­ber. Tug­þús­und­ir gesta hafa séð sýninguna í for­kirkju Hall­gríms­kirkju og nýt­ur sýn­ing­in sín af­ar vel í rým­inu.

Hvað?

Hvenær?

Hvar?

Á sunnu­dög­um er töl­uð danska er yf­ir­skrift leik­rænn­ar leið­sagn­ar sem boð­ið verð­ur upp á í Ár­bæj­arsafni sunnu­dag­inn 11. nóv­em­ber í til­efni af 100 ára full­veldisaf­mæli Ís­lands. Leið­sögn­in hefst í miða­sölu safns­ins kl. 14 og end­ar á stutt­um tón­leik­um í Lækjar­götu­húsi. Leik­end­ur eru stadd­ir í Reykja­vík í nóv­em­ber ár­ið 1918 og leiða gesti um safn­svæð­ið og segja frá íbú­um þess, bæj­ar­líf­inu og því sem er helst að frétta. Leik­ið verð­ur með tungu­mál­ið og þau áhrif sem dansk­an hef­ur enn í dag á ís­lensk­una en einnig verð­ur boð­ið upp á tónlist sem hæf­ir tíð­ar­and­an­um. Það hef­ur oft ver­ið haft í flimt­ing­um að lands­menn hafi tal­að dönsku á sunnu­dög­um þeg­ar land­ið laut danskri stjórn. Enn í dag má finna leif­ar af áhrif­um danskr­ar tungu í ís­lensku máli og menn­ingu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.