Sám­ur

Fréttablaðið - - FRÉTTABLAÐIÐ - BAKÞANKAR Ótt­ars Guð­munds­son­ar

Fræg­asta hús­dýr sam­an­lagðra Ís­lend­inga­sagna er án efa hund­ur­inn Sám­ur, sem Gunn­ar Há­mund­ar­son á Hlíðar­enda átti. Hund­inn sem var írskr­ar ætt­ar fékk hann að gjöf frá Ólafi pá að Hjarð­ar­holti í Döl­um. Sám­ur þessi hafði mannsvit enda þekkti hann alltaf mun­inn á óvin­um og vin­um og gat var­að hús­bónd­ann við fjand­mönn­um sín­um. Þeg­ar óvina­flokk­ur sótti að Gunn­ari drápu þeir hund­inn snar­lega. Hon­um tókst þó í and­arslitr­un­um að reka upp mik­ið væl sem Gunn­ar heyrði. Hann mælti þá; „sárt ertu nú leik­inn, Sám­ur fóstri“og bætti við að skammt yrði á milli þeirra tveggja. Skömmu síð­ar var Gunn­ar all­ur.

Þetta er hjart­næm saga um sam­band manns og dýrs. Hund­ar eru mun skamm­líf­ari en menn svo að marg­ur hundeig­and­inn þarf að ganga í gegn­um ít­rek­að­ar að­skiln­að­ar­krís­ur og flók­in sorg­ar­ferli á lífs­leið­inni. Það vakti heims­at­hygli þeg­ar fyrr­ver­andi for­seti Ís­lands til­kynnti að hann ætl­aði að klóna hund­inn sinn svo að hann lifði með okk­ur að ei­lífu og síklón­að­ur. Þannig bíð­ur ávallt nýr hund­ur full­skap­að­ur í fryst­in­um þeg­ar sá gamli fer að eld­ast.

Gam­an hefði ver­ið ef þekkt­ir ís­lensk­ir stjórn­mála­menn hefðu átt hund­inn Sám úr Njálu klón­að­an með öll­um sín­um góðu eig­in­leik­um. Hann hefði var­að Ólaf Ragn­ar við fé­lög­um sín­um í Al­þýðu­banda­lag­inu, Sig­mund Davíð við Sig­urði Inga, Þor­stein Páls­son við Davíð, Öss­ur við Ingi­björgu Sól­rúnu og helstu leið­toga Pírata við öll­um sín­um flokks­mönn­um. Hann hefði var­að Bene­dikt Jó­hann­es­son við Þor­gerði Katrínu og Stein­grím við Katrínu Jak. Þetta hefði auk­ið gegn­sæ­ið í ís­lenskri póli­tík og gjör­breytt at­burða­rás­inni. Það er mik­ið ólán að þessi tækni var ekki fyr­ir hendi þeg­ar þessi ein­staki hund­ur var og hét.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.