Gleym­ir stund og stað

Í anna­sömu starfi sem húsa­smíða­meist­ari hef­ur Sig­mund­ur V. Kjart­ans­son fund­ið hug­ar­ró og slök­un í bíl­skúrn­um heima. Þar smíð­ar hann ým­is­legt sem gleð­ur aug­að, t.d. fal­leg­ar trés­lauf­ur.

Fréttablaðið - - FÓLK KYNNINGARBLAÐ - St­arri Freyr Jóns­son st­arri@fretta­bla­did.is MYND/EYÞÓR MYND­IR/EYÞÓR OG ÓLÍNA RÖGNUDÓTTIR

Handa­vinn­an hef­ur alltaf leg­ið vel fyr­ir Sig­mundi V. Kjart­ans­syni húsa­smíða­meist­ara sem seg­ist snemma hafa byrj­að að skera út og skapa ým­is­legt með hönd­un­um. „Ég var nokk­uð uppá­tækja­sam­ur sem barn á Flat­eyri en þaðan flutti ég í Kópa­vog­inn tíu ára gamall. Þá urðu eðli­lega mikl­ar breyt­ing­ar á lífi mínu og úti­ver­an minnk­aði mjög. Það var á þess­um tíma sem ég datt í út­skurð og ýmsa handa­vinnu.“

Trés­lauf­urn­ar vekja at­hygli

Starf húsa­smíða­meist­ara er oft anna­samt og því get­ur ver­ið gott að gleyma stund og stað með góðu áhuga­máli. Und­an­far­in ár hef­ur hann sinnt áhuga­máli sínu í skúrn­um heima á Álfta­nesi og á verk­stæði sínu, en þar smíð­ar hann ýmsa fal­lega muni á borð við skál­ar, sleif­ar, kolla, tré­kúl­ur, glugga­skraut og svo trés­lauf­ur sem hafa vak­ið at­hygli enda ekki á hverj­um degi sem slauf­ur úr ólík­um við­ar­teg­und­um eru seld­ar hér á landi. „Son­ur minn vildi eign­ast trés­laufu og bað mig um að „Hug­mynd­irn­ar koma bara þeg­ar ég byrja en þó er yf­ir­leitt eitt­hvað sem blund­ar í koll­in­um á mér,“seg­ir Sig­mund­ur V. Kjart­ans­son.

Slauf­urn­ar eru í ýms­um lit­um og smíð­að­ar úr ólík­um við­ar­teg­und­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.