Prjóna­verk­smiðja eldri of­ur­kvenna í Furu­gerði

Kon­ur í Furu­gerði 1 hafa hist að und­an­förnu og prjón­að um 100 lista­verk sem fara öll til Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar. Upp­hafs­kon­an fann tvo karla sem kunnu að prjóna en þeir hafa ekki lát­ið sjá sig. Yngsti þátt­tak­and­inn er 12 ára.

Fréttablaðið - - +PLÚS - FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI bene­dikt­[email protected]­bla­did.is

Guð­finna Krist­ín Sig­fús­dótt­ir, heim­il­is­kona í Furu­gerði 1, fékk hug­mynd í haust um að fá heim­il­is­fólk til að hitt­ast og prjóna til styrkt­ar góðu mál­efni.

Guð­finna, sem er köll­uð Nína, fékk barna­barn sitt til að aug­lýsa eft­ir garni á Face­book og við­tök­urn­ar fóru fram úr björt­ustu von­um. Nú eru yf­ir 100 lista­verk kom­in og verða þau af­hent Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar við næsta tæki­færi.

„Þetta er dá­sam­leg­ur hóp­ur. Við er­um eins og ein mann­eskja þeg­ar við kom­um sam­an og prjón­um. Við hitt­umst á þriðju­dög­um og laug­ar­dög­um, drekk­um kaffi og töl­um um gamla daga og eitt­hvað sem er fal­legt. Einnig um fram­tíð­ina og hvað okk­ur lang­ar að gera,“seg­ir Nína.

„Það er alltaf ver­ið að tala um verk­smiðj­ur. Við er­um sko verk­smiðja,“bend­ir ein á og þær taka all­ar und­ir.

Sú yngsta sem prjón­aði nokkra trefla og sokka er 12 ára og kom á laug­ar­dög­um en hún er dótt­ir starfs­manns í hús­inu. Sú elsta er 95 ára.

„Hún vildi svo ógur­lega vera með en til að byrja með missti hún nið­ur lykkj­ur og svona. Hún gafst þó ekki upp og und­ir það síð­asta end­aði hún með því að prjóna án þess að horfa. Það er fullt af sokk­um og peys­um sem hún hef­ur prjón­að hérna á borð­inu. Þetta var eins og fyr­ir eitt­hvert krafta­verk – vilj­inn var svo mik­ill,“seg­ir Nína.

Hún bend­ir á að það séu karl-

Það er fullt af sokk­um og peys­um sem hún hef­ur prjón­að hérna á borð­inu. Þetta var eins og fyr­ir eitt­hvert krafta­verk – vilj­inn var svo mik­ill.

kyns íbú­ar í Furu­gerði sem kunni vel að prjóna en hafi ekki mætt.

„Ég hafði uppi á tveim­ur sem hafa prjón­að og kunna það al­veg en þeir þorðu ekki – við er­um svo marg­ar,“seg­ir Nína og bros­ir.

Eft­ir ára­mót ætla þær kon­ur að prjóna fyr­ir full­orðna og fyr­ir Frú Ragn­heiði sem er verk­efni Rauða kross­ins fyr­ir heim­il­is­lausa og sprautufíkla. „Þetta er gott garn, mjúkt og hlýtt sem von­andi kemst á góð­an stað,“seg­ir Nína.

Guð­finna Krist­ín Sig­fús­dótt­ir

Efri röð f.v.: Þor­björg, Krist­ín, Unn­ur, Lil­lý, Guð­rún, Bryn­dís og Birna. Neðri röð f.v.: Sig­ur­björg, Jó­hanna, Guð­finna og Gís­lína.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.