Kost­uðu aldrei upp­gef­ið verð

Fréttablaðið - - +PLÚS - – smj

Penn­inn Ey­munds­son ger­ir at­huga­semd við verð­könn­un Frétta­blaðs­ins á jóla­bók­um í gær sem sýndi að versl­un­in var með hæsta verð­ið á völd­um met­sölu­bók­um. Bl­aða­mað­ur sótti verð bók­anna hjá Ey­munds­son á vef versl­un­ar­inn­ar þann 5. des­em­ber og gekk svo úr skugga um það í versl­un­um Ey­munds­son í Kr­ingl­unni að ekki væri til­boðs­verð á bók­un­um, þar sem ekki var upp­lýst um slíka af­slætti á vefn­um.

Ey­munds­son full­yrð­ir að af­slátt­ar­kjör hafi ver­ið á upp­gefnu verði og að fullt verð bók­anna, sem Frétta­blað­ið birti, hafi því ver­ið rangt. Enn frem­ur seg­ir for­stjóri Ey­munds­son að „þess­ar bæk­ur hafi aldrei kostað það“sem Frétta­blað­ið greindi frá. Er þessu kom­ið á fram­færi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.