Davíð Logi Sig­urðs­son rek­ur drama­tíska at­burði á Pat­reks­firði ár­ið 1927 og eft­ir­leik þeirra í nýrri bók.

Í nýrri bók rek­ur Davíð Logi Sig­urðs­son drama­tíska at­burði sem urðu á Pat­reks­firði ár­ið 1927 og eft­ir­leik­inn.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­[email protected]­bla­did.is

Ærum­iss­ir er ný bók eft­ir Davíð Loga Sig­urðs­son og á bók­ar­káp­unni er und­ir­t­it­ill: Jónas frá Hriflu ræðst til at­lögu. Þar rek­ur höf­und­ur at­burði sem urðu þeg­ar Ein­ari M. Jónas­syni sýslu­manni í Barð­a­strand­ar­sýslu var vik­ið úr embætti ár­ið 1927 að frum­kvæði Jónas­ar.

„Þetta er frá­sögn af drama­tísk­um at­burð­um sem urðu þetta haust á Pat­reks­firði, en það má segja að af­setn­ing þessa til­tekna sýslu­manns hafi mark­að upp­haf mik­illa átaka sem Jónas frá Hriflu efndi til við emb­ætt­is­manna­stétt­ina í land­inu,“seg­ir Davíð Logi sem fyr­ir jól­in 2016 sendi frá sér bók­ina Ljós­in á Detti­fossi.

Ris­ar í stjórn­mála­sög­unni

„Ég velti því í upp­hafi fyr­ir mér hvort ég ætti að vinna úr efni­viðn­um sögu­lega skáld­sögu,“seg­ir Davíð Logi að­spurð­ur, „en komst að þeirri nið­ur­stöðu að saga Ein­ars sýslu­manns, sem og að­koma Jónas­ar frá Hriflu og ým­issa annarra manna sem síð­ar urðu mjög áhrifa­mikl­ir í ís­lensku sam­fé­lagi, stæði fyr­ir sínu án þess að ég væri eitt­hvað að reyna að betr­um­bæta hana. Ég leyfi mér hins veg­ar á stöku stað að setja mig í huga per­són­anna, til að skapa and­rúms­loft og þeg­ar mér fannst það hjálpa til við að gera frá­sögn­ina lif­andi,“seg­ir Davíð Logi.

„Mál Ein­ars sýslu­manns var áber­andi í blöð­um þess tíma en svo má segja að það hafi fall­ið í gleymsk­unn­ar dá. Hið sama er ekki hægt að segja um Jónas frá Hriflu, þann um­deilda mann, eða ungu lög­fræð­ing­ana sem hann sendi vest­ur fyr­ir sína hönd í tengsl­um við þetta mál. Stefán Jó­hann Stef­áns­son varð síð­ar formað­ur Al­þýðu­flokks­ins og bæði for­sæt­is- og ut­an­rík­is­ráð­herra og Her­mann Jónas­son, síð­ar for­sæt­is­ráð­herra, er auð­vit­að einn af risun­um í stjórn­mála­sögu síð­ustu ald­ar. Báð­ir leika mik­il­væg hlut­verk í þess­ari bók.

Her­mann Jónas­son var gam­all glímu­kóng­ur. Þeg­ar ég fór að skoða frum­heim­ild­ir í þessu máli vakti því óneit­an­lega at­hygli mína að svo virð­ist sem kom­ið hafi til handa­lög­mála milli hans og Ein­ars sýslu­manns þeg­ar Her­mann kom vest­ur til að beita fógeta­rétti til að setja Ein­ar af. Það komst aldrei í há­mæli á sín­um tíma.“

Hróp­andi í eyði­mörk

Ærum­iss­ir ger­ist á fyrstu ár­um stétta­stjórn­mála á Íslandi. Fram til þessa höfðu öll stjórn­mál mark­ast af af­stöðu manna til sjálf­stæð­is­máls­ins. Davíð Logi seg­ir Ein­ar sýslu­mann birt­ast sumpart­inn sem full­trúa gamla kerf­is­ins, á með­an dóms­mála­ráð­herr­ann nýi, Jónas frá Hriflu, hafi vilj­að gera bylt­ingu. Gera breyt­ing­ar svo um mun­aði, á ís­lensku sam­fé­lagi og í stjórn­kerf­inu. Margt af því sem Jónas hafi beitt sér fyr­ir sýni að hann var merki­leg­ur stjórn­mála­mað­ur. Ann­að sé til marks um að hann sást ekki alltaf fyr­ir. „Mig langaði til að gefa nasasjón af þeirri breiðu mynd í þess­ari bók, um leið og ég segði örlagasögu þessa ein­stak­lings sem varð fyr­ir járnbrautarlestinni sem Jónas var.“

Sp­urð­ur hvort verk­ið hafi kall­að á mikla heim­ilda­vinnu seg­ir Davíð Logi: „Fyrri hlut­inn bygg­ir einkum á tveim­ur frum­heim­ild­um sem ég komst snemma í og sá hluti bók­ar­inn­ar skrif­aði sig nán­ast sjálf­ur. Seinni helm­ing­ur­inn er sund­ur­laus­ari að því leyti til að heim­ild­irn­ar eru ekki eins heild­stæð­ar. Ein­ar M. Jónas-

MIG LANGAÐI TIL AÐ GEFA NASASJÓN AF ÞEIRRI BREIÐU MYND Í ÞESS­ARI BÓK, UM LEIÐ OG ÉG SEGÐI ÖRLAGASÖGU ÞESSA EIN­STAK­LINGS SEM VARÐ FYR­IR JÁRNBRAUTARLESTINNI SEM JÓNAS VAR.

son naut þeg­ar frá leið ekki mik­ill­ar sam­úð­ar, fæst­ir töldu sig geta bor­ið blak af sýslu­manni sem neit­aði að víkja, þeg­ar ráð­herra sagði hon­um að víkja. En hann eyddi tíu ár­um í að reyna að end­ur­heimta ær­una og varð í þeirri bar­áttu sinni æ meir eins og hróp­and­inn í eyði­mörk­inni.“

Freki karl­inn

Sp­urð­ur hvort sag­an af falli Ein­ars sýslu­manns minni á ein­hvern hátt á sam­tím­ann seg­ir Davíð Logi: „Góð kona benti mér á það um dag­inn að sýslu­mað­ur­inn í þessu verki, sem neit­ar að víkja og ger­ir það á helst til vafa­söm­um for­send­um, sé al­veg týpa sem sé til stað­ar enn í dag. Þessi „freki karl“sem vill fá að eiga sitt og fara sínu fram í friði. Ég læt aðra um að benda á hvaða karl­ar hegða sér helst þannig í okk­ar sam­tíma, rétt eins og ég læt aðra um að finna hlið­stæð­ur í póli­tík nú­tím­ans við stjórn­mála­mann­inn Jónas frá Hriflu sem sann­ar­lega kunni að láta menn finna fyr­ir sér, þeg­ar svo bar und­ir.“

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK

„Ég leyfi mér hins veg­ar á stöku stað að setja mig í huga per­són­anna,“seg­ir Davíð Logi.

Ein­ar sýslu­mað­ur með konu sinni Ragn­heiði og elstu dótt­ur Ernu.

Jónas frá Hriflu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.