Átök í Hög­um

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – ósk

Sam­herji hef­ur ósk­að eft­ir hlut­hafa­fundi í Hög­um. Stjórn fé­lags­ins stefn­ir á að koma sam­an á næstu dög­um og boða form­lega til hlut­hafa­fund­ar.

Sam­herji er skráð­ur fyr­ir 5,1 pró­sents hlut í Hög­um. Þá hef­ur fé­lag­ið gert fram­virka samn­inga um kaup 4,12 pró­senta hlut­ar til við­bót­ar. Sam­an­lögð eign Sam­herja þeg­ar til nýt­ing­ar samn­inga kem­ur verð­ur því 9,22 pró­sent. Tal­ið er að ný­ir eig­end­ur vilji skipta út stjórn Haga.

Sem stend­ur eiga fé­lög í eigu Ingi­bjarg­ar Stef­an­íu Pálma­dótt­ur, Sam­herji og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga tæp 20 pró­sent í Hög­um. Heim­ild­ir herma að bæði Sam­herji og Ingi­björg Stef­an­ía ætli að tefla fram stjórn­ar­mönn­um.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, Sam­herja.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.