Feðg­in á topp­lista með barna­bæk­ur fyr­ir jól­in

Feðg­in­in Hug­inn Þór Grét­ars­son og Ísa­bella Sól planta sér á topp 10 lista fræði­og hand­bókalista barna og ung­menna. Hug­inn seg­ir stúlk­una efni­leg­an rit­höf­und sem hafi lært af föð­ur sín­um og sköp­un­ar­gleð­inni í bóka­brans­an­um.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTA­BLAЭIÐ/EYÞÓR bene­dikt­[email protected]­bla­did.is

„Ég er í fimmta og sjötta sæti með mín­ar tvær bæk­ur og hún Ísa­bella mín var að gefa út sína fyrstu bók enda að­eins 11 ára. Hún er líka á topp 10 list­an­um,“seg­ir Hug­inn Þór Grét­ars­son, rit­stjóri út­gáfu­fé­lags­ins Óð­insauga ásamt því að vera rit­höf­und­ur sjálf­ur.

Bók Ísa­bellu, Slím, fjall­ar um og birt­ir upp­skrift­ir af slím­um sem hafa ver­ið ein­stak­lega vin­sæl með­al ung­menna að und­an­förnu. Bók­in lædd­ist í tí­unda sæti í flokki fræði- og hand­bókalista barna og ung­menna fyr­ir vik­una en bæk­ur Hug­ins, 13 þraut­ir jóla­svein­anna: Óþekkt­ar­orm­ar og Br­and­ar­ar og gát­ur 3 sitja sem fyrr seg­ir í fimmta og sjötta sæti.

Stór­stjörn­urn­ar Steindi, Vís­indaVilli og Gummi Ben eru í fyrstu þrem­ur sæt­un­um. Hug­inn hef­ur skrif­að barna­bæk­ur í rúm­an ára­tug og seg­ir að Ísa­bella, sem er einnig í hand- og fót­bolta, leik­list auk þess að gefa út bók, hafi greini­lega smit­ast af sköp­un­ar­kraft­in­um sem fylg­ir bóka­brans­an­um.

„Henn­ar bók er uppseld á lag­er. Ég er í al­veg meiri­hátt­ar vand­ræð­um og mað­ur er að hugsa um að setja hana í end­ur­prent­un,“seg­ir hann stolt­ur af dótt­ur sinni. „Það er rétt hægt að ímynda sér hvað mað­ur er stolt­ur af þeirri stuttu.“

„Vin­kvenna­hóp­ur­inn er á fullu í þess­um slímbransa, skoða upp­skrift­ir og fleira og ég held að hún hafi byrj­að að skrifa á blað ein­hverj­ar upp­skrift­ir. Áð­ur var hún að spá í að gera boozt-bók með upp­skrift­um að góð­um drykkj­um.

Slím­ið er svo of­boðs­lega vin­sælt en hún er að fara með þetta að­eins

Henn­ar bók er uppseld á lag­er. Ég er í al­veg meiri­hátt­ar vand­ræð­um og mað­ur er að hugsa um setja hana í end­ur­prent­un.

Hug­inn Þór Grét­ars­son

lengra en venju­leg­ur neyt­andi og hef­ur sökkt sér of­an í mynd­bönd og fleira. Við byrj­uð­um að vinna þetta sam­an og byrj­uð­um á eld­hús­borð­inu.

Ég kom með í þetta ferða­lag og horfði á hana taka þetta skref fyr­ir skref og hjálp­aði henni að gera þetta með skipu­lögð­um hætti. Hugsa hvernig væri hægt að byggja þetta upp.

Ég stóð bara yf­ir henni með­an hún tók sín skref. Það eru skýr­ar leið­bein­ing­ar sem eru í þessu og mér finnst þetta vel upp sett hjá henni.“

Hug­inn með sína bók og Ísa­bella með slím­bók­ina sem er uppseld af lag­ern­um og því er pabb­inn að spá í að henda í end­ur­prent­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.