Jól í start­hol­un­um

Fréttablaðið - - +PLÚS - NORDICPHOTOS/GETTY

Það stytt­ist óð­um í jól­in og und­ir­bún­ing­ur fyr­ir þau stend­ur víða sem hæst. Sinn er sið­ur í hverju landi og mis­jafnt hvað fólk að­hefst í að­drag­anda há­tíð­ar­inn­ar víðs veg­ar um heim­inn. Skraut­leg jóla­ljós og skreyt­ing­ar lýsa upp skamm­deg­ið og skipt­ir þá engu máli hverr­ar þjóð­ar þú ert. Alltaf má finna eitt­hvað fyr­ir alla eins og sjá má á þess­um svip­mynd­um frá hinum ýmsu heims­horn­um.

Í Moskvu, höf­uð­borg Rúss­lands, er jó­laund­ir­bún­ing­ur­inn haf­inn og ómiss­andi lið­ur í því er hjá mörg­um að koma við í hinni sögu­legu versl­un­ar­mið­stöð GUM á Rauða torg­inu. Ekk­ert er til spar­að í skreyt­ing­um í ár.

Ár­legt jóla­sveina­hlaup í Osaka í Jap­an var skraut­legt að vanda þar sem þús­und­ir tóku þátt, klædd sem jóla­svein­ar.

Th­eresa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, kveik­ir á jóla­trénu fyr­ir ut­an ráð­herra­bú­stað sinn að Down­ing-stræti 10 með hópi skóla­barna.

Þessi jólakúla í mið­bæ Melilla á Spáni er gríð­ar­vin­sælt mynd­efni.

Í S-Kór­eu er jóla­sveinn­inn leyst­ur út með koss­um í kafi. Jól­in njóta vax­andi vin­sælda þar. Í eina landi Aust­ur­landa fjær sem við­ur­kenn­ir þau sem há­tíð.

NORDICPHOTOS/GETTY

Í Bretlandi er eng­in há­tíð án Elísa­bet­ar drottn­ing­ar. Hin átta ára Shyliah Gor­don fékk að skreyta tré með henni í London í vik­unni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.