Nær hundrað millj­ón­ir ár­lega frá rík­is­sjóði til þing­flokka

Gert ráð fyr­ir að stjórn­mála­sam­tök með minnst einn kjör­inn þing­mann eigi rétt á 12 millj­ón­um úr rík­is­sjóði á ári. Þak­ið á styrkj­um ein­stak­linga til flokka verð­ur einnig hækk­að úr 400 þús­und í 550 þús­und krón­ur á ári.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR [email protected]­bla­did.is

Ár­leg­ur leyfi­leg­ur styrk­ur ein­stak­linga til stjórn­mála­flokka og ein­stak­linga í próf­kjöri hækk­ar sam­kvæmt nýju frum­varpi til breyt­inga á lög­um um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka þeirra. Þá munu greiðsl­ur til smærri flokka á þingi hækka.

Frum­varp­ið er lagt fram af for­mönn­um allra flokka að Flokki fólks­ins og for­manns­laus­um Pír­öt­um und­an­skild­um. Þar eru vara­formað­ur­inn Guð­mund­ur Ingi Krist­ins­son og þing­flokks­formað­ur­inn Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir á lista.

Markmið frum­varps­ins er að tryggja starfs­skil­yrði og sjálf­stæði stjórn­mála­flokka auk þess að efla lýð­ræði og gagn­sæi í stjórn­mál­um. Í þeim felst að stjórn­mála­sam­tök sem fá minnst einn mann kjör­inn á þing eiga rétt á tólf millj­óna króna grunn­fram­lagi úr rík­is­sjóði ár hvert. Þá munu stjórn­mála­sam­tök sem bjóða fram í minnst þrem­ur kjör­dæm­um geta sótt um 750 þús­und króna styrk, sem greið­ist úr fyr­ir hvert og eitt kjör­dæmi, vegna kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Skil­yrði út­hlut­un­ar­inn­ar er að sam­tök­in upp­fylli upp­lýs­inga­skyldu sína gagn­vart Rík­isend­ur­skoð­un.

Þá er kveð­ið á um að leyfi­leg ár­leg heild­ar­fjárfram­lög frá lög­að­il­um eða ein­stak­ling­um hækki úr 400 þús­und krón­um í 550 þús­und krón­ur. Kveð­ið er á um aukn­ar skyld­ur á stjórn­mála- flokka til að upp­lýsa um upp­runa fjár­mun­anna í árs­reikn­ing­um. Þó er kveð­ið á um að styrk­ir und­ir 300 þús­und­um frá ein­stak­ling­um skuli háð­ir nafn­leynd. Hing­að til hef­ur þrösk­uld­ur­inn mið­ast við 300 þús­und krón­ur. Skylt er að birta upp­lýs­ing­ar um alla styrki frá lög­að­il­um.

Mið­að við nú­ver­andi for­send­ur mun kostn­að­ur rík­is­sjóðs aukast um 96 millj­ón­ir króna ár hvert vegna tólf millj­óna króna greiðsl­unn­ar til hvers þing­flokks. Gert er ráð fyr­ir því í frum­varp­inu að sá kostn­að­ur muni nýt­ast flokk­un­um til rekst­urs skrif­stofu.

Að auki má gera ráð fyr­ir út­gjalda­aukn­ingu á hverju kosn­inga­ári. Hefðu lög­in til að mynda ver­ið í gildi í fyrra hefði þurft að greiða 27 millj­ón­ir króna til þeirra níu stjórn­mála­sam­taka sem buðu fram í öll­um kjör­dæm­um. Þá er gert ráð fyr­ir því í frum­varp­inu að töl­urn­ar komi til með að hækka í sam­ræmi við breyt­ing­ar á vísi­töl­um verð­lags og launa.

Þá herma heim­ild­ir Frétta­blaðs­ins að for­menn þing­flokka muni eft­ir helgi funda vegna fjölg­un­ar að­stoð­ar­manna um ára­mót­in. Þeirri lend­ingu virt­ist hafa ver­ið náð en fækk­un í Flokki fólks­ins get­ur haft áhrif á það. Sam­komu­lag­ið hljóð­aði upp á að sautján ný­ir að­stoð­ar­menn tækju til starfa á kjör­tíma­bil­inu og skyldi þeim út­hlut­að sam­kvæmt hlut­falls­leg­um styrk flokk­anna. Mið­að við nýj­an fjölda í Flokki fólks­ins myndi styrk­ur þing­flokks­ins ekki nægja til að fá að­stoð­ar­mann út­hlut­að­an. Hann myndi skipt­ast að jöfnu milli Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Mið­flokks­ins.

Ólaf­ur Ís­leifs­son og Karl Gauti Hjalta­son, nú óháð­ir þing­menn, eiga ekki rétt á að­stoð. Breyt­ing­ar urðu á nefnd­ar­setu þeirra í gær. Ólaf­ur Ís­leifs­son er nú í at­vinnu­vega­nefnd en Inga Sæ­land í fjár­laga­nefnd í hans stað. Þá eru Ólaf­ur og Karl ekki leng­ur í Norð­ur­landa­ráði eða Vestn­or­ræna ráð­inu.

Kostn­að­ur rík­is­sjóðs mun aukast um 96 millj­ón­ir á ári vegna breyt­ing­anna.

Í frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að auk­ið fjár­magn muni nýt­ast flokk­um til rekst­urs skrif­stofu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.