Lands­mót­ið fær frítt vinnu­afl allt næsta ár

Sveit­ar­stjóri Rangár­þings ytra seg­ir svæð­ið Mekka hesta­mennsk­unn­ar. Lands­mót hesta­manna á Hellu 2020 hlað­ið skuld­um. Bæj­ar­fé­lag­ið kem­ur til bjarg­ar og veit­ir frí­an að­gang að kynn­ing­ar- og mark­aðs­full­trúa bæj­ar­ins allt ár­ið 2019.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - [email protected]­bla­did.is

Rangár­þing ytra ætl­ar að veita einka­hluta­fé­lagi styrk í formi vinnu­fram­lags kynn­ing­ar- og mark­aðs­full­trúa bæj­ar­ins allt ár­ið 2019. Mun hann sinna vinnu við að aug­lýsa lands­mót hesta­manna sem á að halda á Rangár­bökk­um við Hellu ár­ið 2020. Minni­hlut­inn undr­ast þenn­an styrk og seg­ir hann for­dæm­is­gef­andi.

„ Þess ber að geta að mekka ís­lenska hests­ins er nú bara í Rangár­valla­sýslu. Hér eru flest og öfl­ug­ustu rækt­un­ar­bú­in og at­vinnu­hesta­menn­irn­ir flest­ir búa hér. Þannig er það nú bara,“seg­ir Ág­úst Sig­urðs­son, sveit­ar­stjóri Rangár­þings ytra.

Stjórn Rangár­bakka ehf. ósk­aði eft­ir því við sveit­ar­stjórn­ina að mark­aðs- og kynn­ing­ar­full­trúi sveit­ar­fé­lags­ins myndi vinna fyr­ir einka­hluta­fé­lag­ið að kynn­ingu lands­móts. Lands­mót­ið verð­ur hald­ið fyrstu helg­ina í júlí ár­ið 2020. Til­lag­an, sem sam­þykkt var af byggð­ar­ráði Rangár­þings ytra, er að

Um­ræð­an í byggð­ar­ráð­inu var á þá leið að þetta væri þannig verk­efni að það væri gott fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið

Ág­úst Sig­urðs­son, sveit­ar­stjóri Rangár­þings ytra

verða við beiðn­inni og borga laun full­trú­ans á með­an hann vinn­ur fyr­ir einka­hluta­fé­lag­ið. Skil­greint er að um 25 pró­sent starf sé að ræða.

„Það kom er­indi til byggð­ar­ráðs um mál­ið. Til­lag­an var sú að verða við þessu og veita þeim styrk í formi vinnu­fram­lags. Um­ræð­an í byggð­ar­ráð­inu var á þá leið að þetta væri þannig verk­efni að það væri gott fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið og hefði áhrif á marga bæj­ar­búa,“seg­ir Ág­úst.

Mar­grét Harpa Guð­steins­dótt­ir, full­trúi minni­hluta í Rangár­þingi ytra, seg­ir mál­ið al­var­legt. „Styrk­beið­andi er einka­hluta­fé­lag í eigu fyr­ir­tækja, hesta­manna­fé­laga og sveit­ar­fé­laga. Tel ég það af­ar slæmt for­dæmi að einka­hluta­fé­lög geti sótt um slíka styrki á for­send­um sem þess­um. Ef styrk­beiðni þessi verð­ur sam­þykkt tel ég að sett verði for­dæmi sem erfitt verð­ur að vinda of­an af ef gæta á jafn­ræð­is við önn­ur fyr­ir­tæki sem gætu sótt um álíka styrki í fram­tíð­inni. Ekki ligg­ur held­ur fyr­ir í gögn­um hve um­beð­inn styrk­ur er hár í krón­um tal­ið,“er haft eft­ir Mar­gréti í fund­ar­gerð byggð­ar­ráðs.

„Einka­hluta­fé­lag­ið er í eigu hesta­manna­fé­laga og sveit­ar­fé­laga að stærst­um hluta og það er breytt form á lands­mót­um núna þar sem heima­menn halda mót­in. Þetta er stærsti við­burð­ur sem hald­inn er á Íslandi og okk­ur þyk­ir hann mjög mik­il­væg­ur,“bæt­ir Ág­úst við.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK

Byggð­ar­ráð Rangár­þings ytra mat það sem svo að verk­efn­ið væri gott fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.