Vilja at­hvarf fyr­ir börn­in

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – ibs

Nýtt ung­dóms­ráð í Kujalleq á Græn­landi legg­ur til að sett verði á lagg­irn­ar sér­stakt at­hvarf fyr­ir börn í öll­um bæj­um og byggð­um Suð­ur-Græn­lands þar sem þau geti leit­að skjóls þeg­ar órói er á heim­il­um þeirra.

Á vef græn­lenska út­varps­ins er haft eft­ir full­trúa ráðs­ins að sum börn séu hjá for­eldr­un­um þeg­ar þeir detta í það á út­borg­un­ar­dög­um. Það komi nið­ur á börn­un­um. For­eldr­arn­ir reyni að gæta barna sinna en þeir séu ekki alltaf fær­ir um það.

For­eldr­ar reyna að gæta barna sinna en eru marg­ir hverj­ir ekki fær­ir að sjá um börn­in þeg­ar þeir fá laun­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.