Seldi pakka­ferð­ir án leyf­is og trygg­inga

Þriggja daga ferð­ir ís­hella­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Goecco voru seld­ar án til­skil­inna leyfa og nauð­syn­legra trygg­inga. Bitn­ar á við­skipta­vin­un­um. Laga­breyt­ing­ar sem taka gildi um ára­mót gera Ferða­mála­stofu loks kleift að beita þrýst­ingi á slík fyr­ir­tæki með

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - [email protected]­bla­did.is

Ef far­ið hefði ver­ið að lög­um og regl­um við sölu ferða með ís­hella­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Goecco hefðu við­skipta­vin­ir sem nú sitja uppi með stór­tap slopp­ið mun bet­ur frá rekstr­ar­stöðv­un fyr­ir­tæk­is­ins.

Eins og kom­ið hef­ur fram í Frétta­blað­inu stöðv­að­ist rekst­ur ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­is Jónas­ar Frey­dal fyr­ir um fjór­um vik­um. Þann 8. nóv­em­ber sendi hann við­skipta­vin­um bréf þar sem hann til­kynnti að Icelandic Ice Ca­ve Gui­des (Ís­lensk­ir ís­hella­leið­sögu­menn ehf.) hefðu orð­ið gjald­þrota þann dag og því yrði ekk­ert af ferð­um sem seld­ar voru und­ir vörumerk­inu Goecco.

Síð­an þá hafa marg­ir við­skipta­vin­ir kvart­að und­an því að fá ekk­ert end­ur­greitt og und­an því að eng­in svör fá­ist frá fyr­ir­tæk­inu – sem reynd­ar er ekki enn bú­ið að óska eft­ir gjald­þrota­skipt­um fyr­ir.

Goecco seldi tveggja og þriggja daga pakka­ferð­ir með hót­elg­ist­ingu innifal­inni. Kost­uðu þriggja daga ferð­ir 1.890 doll­ara fyr­ir tvo, eða ríf­lega 230 þús­und krón­ur. Til þess að selja ferð­ir sem vara meira en einn dag þarf svo­kall­að ferða­skrif­stofu­leyfi frá Ferða­mála­stofu. Slíkt leyfi var ekki til stað­ar hjá Goecco og Ís­lensk­um ís­hella­leið­sögu­mönn­um sem höfðu hins veg­ar skrán­ingu sem ferða­skipu­leggj­andi. Í því felst að­eins leyfi til dags­ferða.

Hefðu ferð­ir Goecco ver­ið seld­ar und­ir merkj­um fyr­ir­tæk­is með ferða­skrif­stofu­leyfi hefði það þurft að borga trygg­ing­ar í sam­ræmi við um­svif sín og mat á fjár­hags­stöðu. Ferða­mála­stofa hefði ver­ið hand­hafi trygg­ing­ar­inn­ar og getað geng­ið í hana án dóms til að end­ur­greiða þeim við­skipta­vin­um sem ekki hefðu ver­ið farn­ir af stað í ferð eða ekki getað lok­ið ferð. Er þar

um að ræða rekstr­ar­stöðv­un­ar- og gjald­þrota­trygg­ingu.

Í fyrr­nefndu bréfi Goecco til við­skipta­vina var lögð áhersla á að fyr­ir­tæk­ið hefði ávallt stað­ið skil á skött­um og hald­ið orð­spori sínu hreinu. Þarna vant­aði þó upp á að Goecco hafi fylgt lög­um og regl­um og það bitn­ar á þeim hluta við­skipta­vin­anna sem ekki fá end­ur­greitt í gegn um aðr­ar trygg­ing­ar, greiðslu­korta­fyr­ir­tæki eða greiðslumiðl­un­ina PayPal sem Goecco nýtti.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Ferða­mála­stofu felst eft­ir­lit með þess­um mál­um í því að fylgt er eft­ir ábend­ing­um sem ber­ast stofn­un­inni. Við­kom­andi er þá sent bréf með áskor­un um úr­bæt­ur, til dæm­is að sækja ein­fald­lega um ferða­skrif­stofu­leyfi. Slíkt kost­ar ekki mik­ið fé en fel­ur þó í sér nokk­urn kostn­að vegna trygg­inga og kvöð um skil á árs­reikn­ing­um.

Hafi ekki ver­ið far­ið að ábend­ing­um Ferða­mála­stofu hef­ur stofn­un­in ekki haft nein tól til að knýja við­kom­andi til að láta af leyf­is­lausri starf­semi. Á þessu verð­ur þó breyt­ing um ára­mót­in þeg­ar ný lög taka gildi og Ferða­mála­stofa fær heim­ild til að leggja dag­sekt­ir á slík fyr­ir­tæki.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK

Ís­hella­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Goecco var ekki með rétta leyf­ið og greiddi ekki rekstr­ar­stöðv­un­ar­trygg­ingu til Ferða­mála­stofu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.