Geng­is­fall ef Seðla­bank­inn gríp­ur ekki inn í mark­að­inn

Nýtt frum­varp ger­ir kleift að af­l­andskrón­ur streymi úr landi. Ef Seðla­bank­inn gríp­ur ekki inn í gjald­eyr­is­mark­að­inn er ljóst að krón­an mun veikj­ast að mati hag­fræð­ings hjá Lands­bank­an­um. Seg­ir að frum­varp­ið hefði hent­að bet­ur í styrk­ing­ar­fasa.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTA­BLAЭIÐ/VILHELM thor­[email protected]­bla­did.is

Seðla­banki Ís­lands mun þurfa að grípa inn í gjald­eyr­is­mark­að­inn til þess að sporna við veik­ingu krón­unn­ar þeg­ar af­l­andskrón­ur taka að streyma úr landi. Þetta seg­ir for­stöðu­mað­ur hag­fræði­deild­ar Lands­bank­ans.

Rík­is­stjórn­in sam­þykkti í gær­morg­un að leggja fram á Alþingi frum­varp fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um breyt­ing­ar á lög­um. Breyt­ing­arn­ar fela í sér að af­l­andskrónu­eig­end­ur geti los­að af­l­andskrónu­eign­ir sín­ar að fullu með því að skipta þeim í gjald­eyri á álands­mark­aði eða eiga þær sem full­gild­ar álandskrón­ur þeg­ar um sam­fellt eign­ar­hald frá því fyr­ir fjár­magns­höft er að ræða.

„Þetta eru risa­tíð­indi enda eru af­l­andskrón­urn­ar síð­ustu leif­ar fjár­mála­hruns­ins. Það er ljóst að þess­ar breyt­ing­ar munu hafa nei­kvæð áhrif á gengi krón­unn­ar ef Seðla­bank­inn ger­ir ekki neitt og við sáum að krón­an veikt­ist strax í kjöl­far þess að til­kynn­ing­in var gef­in út,“seg­ir Daní­el Svavars­son, for­stöðu­mað­ur hag­fræði­deild­ar Lands­bank­ans, í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Heild­ar­um­fang af­l­andskróna er um 84 millj­arð­ar króna. Seðla­bank­inn hef­ur gef­ið út að hann sé vel í stakk bú­inn til að bregð­ast við skamm­tíma­sveifl­um á gjald­eyr­is­mark­aði. Þar sem los­un­in teng­ist for­tíð­ar­vanda en ekki und­ir­liggj­andi efna­hags­að­stæð­um geti ver­ið meira til­efni til að draga úr áhrif­um á gengi krón­unn­ar en ella.

„Sam­kvæmt upp­lýs­ing­un­um sem Seðla­bank­inn birt­ir kem­ur fram að af­l­andskrón­urn­ar eigi að fara í gegn­um gjald­eyr­is­mark­að­inn sem er mjög þunn­ur. Það þarf ekki mik­ið til að hreyfa við gengi krón­unn­ar. Ef Seðla­bank­inn myndi halda að sér hönd­um á með­an um 80 millj­arð­ar af krón­um streyma inn á mark­að­inn til að kaupa gjald­eyri þá er aug­ljóst að krón­an myndi að öðru óbreyttu taka um­tals­verða dýfu. Seðla­bank­inn gef­ur í skyn að hann muni grípa inn í mark­að­inn ef mikl­ar sveifl­ur verða á geng­inu en lof­ar engu,“seg­ir Daní­el.

Sam­kvæmt nýbirt­um töl­um Seðla­bank­ans veikt­ist raun­gengi krón­unn­ar um fjög­ur pró­sent í nóv­em­ber og í sam­an­burði við sama mán­uð í fyrra nam veik­ing­in 11,9 pró­sent­um. „Það hefði kannski ver­ið betra að flytja þetta frum­varp þeg­ar krón­an var í styrk­ing­ar­fasa en ekki veik­ing­ar­fasa,“seg­ir Daní­el.

Er­lend­ir fjár­fest­ar geti los­að stöð­ur

Frum­varp­ið fel­ur einnig í sér breyt­ing­ar sem eiga að auka sveigj­an­leika á formi bind­ing­ar reiðu­fjár vegna nýs inn­streym­is er­lends gjald­eyr­is. Hing­að til hef­ur þurft að upp­fylla bind­ing­ar­skyldu með því að leggja inn á bund­inn reikn­ing hjá inn- láns­stofn­un en breyt­ing­arn­ar gera mögu­legt að upp­fylla bind­ing­ar­skyldu með end­ur­hverf­um við­skipt­um með inn­stæðu­bréf Seðla­bank­ans.

„Það hef­ur ver­ið hindr­un fyr­ir suma er­lenda fjár­festa að koma með fjár­magn til lands­ins vegna bindiskyld­unn­ar vegna þess að þeim er óheim­ilt að fjár­festa ef þeir geta ekki los­að fjár­fest­ing­una með skjót­um hætti,“seg­ir Daní­el. „Nú er ver­ið að gefa fjár­fest­um tæki­færi til að koma með fjár­magn til lands­ins án þess að eiga kröfu á ís­lensku bank­ana og að geta los­að stöð­ur sín­ar áð­ur en bindiskyldu­tím­inn er að fullu út­runn­inn.“

Þór­ar­inn G. Pét­urs­son og Már Guð­munds­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.