Von­brigði með Norweg­i­an

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – tfh

Nýj­ar töl­ur um rekst­ur norska flug­fé­lags­ins Norweg­i­an hafa vald­ið fjár­fest­um von­brigð­um en sæta­nýt­ing Norweg­i­an hef­ur ekki ver­ið lægri í meira en fjög­ur ár. Bréf í norska flug­fé­lag­inu lækk­uðu um 14,7 pró­sent í fyrra­dag eft­ir að töl­urn­ar voru birt­ar.

Far­þeg­um fjölg­aði um 26 pró­sent sem var und­ir vænt­ing­um um 34 pró­senta fjölg­un, að því er The Ti­mes grein­ir frá. Þá dróst sæta­nýt­ing­in sam­an, sem er lyk­il­mæli­kvarði í flug­brans­an­um, nið­ur í 78,8 pró­sent.

Bjorn Kos for­stjóri reyndi að slá á áhyggj­ur. „Nokkr­ar af sum­ar­ferð­um fé­lags­ins hafa ver­ið fram­lengd­ar fram í nóv­em­ber en það hef­ur haft áhrif á sæta­nýt­ingu, sagði hann.

Tap á af­leiðu­samn­ingn­um um olíu átti einnig þátt í því að auka áhyggj­ur fjár­festa. Ný­legt verð­fall á olíu mun lækka eldsneyt­is­kostn­að­inn sér­fræð­ing­ar segja að Norweg­i­an myndi tapa veru­lega á af­leiðu­samn­ingn­um sem fé­lag­ið keypti þeg­ar olíu­verð stóð sem hæst.

Töl­ur Norweg­i­an valda áhyggj­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.