Nýj­ung boð­ar bylt­ingu í grein­ingu krabba­meina

Vís­inda­menn við Qu­eens­land-há­skóla í Ástr­al­íu hafa kynnt tækni sem opn­ar dyrn­ar fyr­ir ódýra og hrað­virka grein­ingu fyr­ir 90 pró­sent krabba­meina. Að­eins þarf blóð- eða vefja­sýni. „Þetta er mögn­uð upp­götv­un,“seg­ir einn rann­sak­enda.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - NORDICPHOTOS/GETTY kjart­[email protected]­bla­did.is

Vís­inda­menn við deild hins ástr­alska Qu­eensland­há­skóla í líf­efna­verk­fræði og nanó­tækni kynntu í vik­unni bylt­ing­ar­kennda tækni sem sögð er opna dyrn­ar fyr­ir skjóta og ódýra frum­grein­ingu á nær öll­um gerð­um krabba­meins sem að­eins krefst blóð- eða vefja­sýn­is.

Próf­ið sem vís­inda­menn­irn­ir þró­uðu, og kynntu í vís­inda­rit­inu Nat­ure Comm­unicati­ons, fer fram með því að bæta líf­sýni í vökva sem skipt­ir um lit þeg­ar og ef krabba­meins­frum­ur eru til stað­ar. Þær nið­ur­stöð­ur sem kynnt­ar voru í vik­unni byggja á próf­un­um með 200 mis­mun­andi krabba­meins­frum­ur og heil­brigð­ar frum­ur. Vís­inda­menn­irn­ir telja að próf­ið virki fyr­ir 90 pró­sent allra krabba­meina.

Að­ferð­in bygg­ir á því að greina dreif­ingu svo­kall­aðra metýl­hópa – sem stýra því hvaða gen eru virk og hvaða gen eru bæld – í erfða­efni frumna. Í heil­brigð­um frum­um dreifast þess­ir hóp­ar með jöfn­um hætti um DNA en í krabba­meins­frum­um safn­ast þeir sam­an á til- tekn­um stöð­um. Með þessa vitn­eskju gátu vís­inda­menn­irn­ir þró­að próf sem leit­ar að þessu óeðli­lega mynstri metýl­hópa.

„Nær all­ar gerð­ir krabba­meins­frumna sem við rann­sök­uð­um inni­héldu þetta óeðli­lega mynstur,“seg­ir Matt Trau, pró­fess­or við Qu­eens­land-há­skóla. „Þetta virð­ist vera ein­kenn­andi fyr­ir krabba­mein, og það er mögn­uð upp­götv­un.“

Afrakst­ur þess­ar­ar vinnu er próf þar sem líf­sýni er bland­að við vatn sem inni­held­ur agn­arsmá­ar gullagn­ir sem breyta um lit ef erfða­efni krabba­meins­frumna er til stað­ar. „Það þarf ekki meira en einn blóð­dropa til að fram­kalla þessi áhrif. Mað­ur get­ur séð þetta ger­ast með ber­um aug­um. Þetta er svo ein­falt,“seg­ir Trau.

Vís­inda­menn­irn­ir ít­reka að tækn­in sé á þró­un­arstigi og huga þurfi að því að bæta grein­ing­ar­ferl­ið með til­liti til falskra nið­ur­staðna.

„Þessi upp­götv­un gæti breytt miklu fyr­ir nær­rann­sókn­ir á krabba­meini,“seg­ir Abuy Sina, rann­sak­andi hjá Qu­eensland­há­skóla. „Að­ferð­in er ekki full­kom­in á þess­um tíma­punkti, en þetta er heilla­væn­leg­ur upp­hafspunkt­ur.“Trau tek­ur í sama streng.

„Við er­um langt frá því að full­yrða um það hvort þetta sé hið heil­aga gral krabba­meins­grein­inga, en þetta er af­ar at­hygl­is­vert í ljósi þess að hér höf­um við al­gilt líf­merki fyr­ir krabba­mein.“

Að­ferð­in er ekki full­kom­in á þess­um tíma­punkti, en þetta er heilla­væn­leg­ur upp­hafspunkt­ur.

Abu Sin, vís­inda­mað­ur við Qu­eens­land-há­skóla

Tölvu­teikn­uð mynd af ill­kynja frumu í hvít­blæði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.