Elsta af­brigði plág­unn­ar fannst í fimm þús­und ára gam­alli gröf í Sví­þjóð

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTA­BLAЭIÐ/CELL – khn

Elsta af­brigði bakt­erí­unn­ar Yers­ina pest­is sem fund­ist hef­ur fannst á dög­un­um í fimm þús­und ára gam­alli gröf í Vest­ur-Gautlandi í Sví­þjóð. Ger­ill­inn olli far­sótt sem dró vel yf­ir 50 millj­ón­ir manna til dauða um miðja 14. öld og kennd er við svarta­dauða.

Vís­inda­menn­irn­ir birtu nið­ur­stöð­ur sín­ar í vís­inda­rit­inu Cell í gær en í nið­ur­stöð­um þeirra kem­ur fram að með upp­götv­un af­brigð­is­ins hafi vís­inda­menn aldrei kom­ist jafn ná­lægt því að upp­götva erfða­fræði­leg­an upp­runa plág­unn­ar.

„Með þess­ari rann­sókn hef­ur okk­ur tek­ist að ferð­ast aft­ur í tím­ann og rýna í það hvernig þessi sýk­ill, sem haft hef­ur svo djúp­stæð áhrif á samfélag okk­ar, hef­ur þró­ast í ald­anna rás,“seg­ir að­al­höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar, víð­erfða­mengja­fræð­ing­ur­inn Simon Ra­smus­sen.

Vís­inda­menn­irn­ir fundu af­brigði bakt­erí­unn­ar í erfða­efni sem þeir tóku úr lík­ams­leif­um 20 ára gam­all­ar konu sem lést fyr­ir um fimm þús­und ár­um. Af­brigð­ið hef­ur að geyma sömu eig­in­leika og far­sótt­in ban­væna býr yf­ir í dag.

Ra­smus­sen og með­höf­und­ar hans benda á að þetta æva­forna af­brigði renni stoð­um und­ir þá kenn­ingu að plág­an hafi dreifst auð­veld­lega milli manna á ný­stein­öld með til­komu stærri byggða, við­skipta­leiða og tækni­fram­fara.

„Plág­an þró­að­ist úr til­tölu­lega mein­lausri ör­veru. Við höf­um séð sam­bæri­lega hluti ger­ast und­an­far­in ár og ára­tugi í til­felli bólu­sótt­ar, malaríu, ebólu og Zika. Þetta þró­un­ar­ferli er af­ar virkt,“seg­ir Ra­smus­sen.

„Það er verð­ugt verk­efni að reyna að skilja hvernig mein­laust fyr­ir­bæri þró­ast yf­ir í eitt­hvað sem er svo bráðsmit­andi.“

Beina­hrúg­an æva­forna sem hafði að geyma af­brigð­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.