Microsoft ætl­ar sér að byggja vafrann Ed­ge al­veg upp á nýtt

Microsoft hef­ur til­kynnt um mikl­ar breyt­ing­ar á vafra sín­um, Ed­ge. Mun fram­veg­is verða keyrð­ur á opn­um hug­bún­aði, upp­runa­lega úr smiðju Google, til að bæta sam­þýð­an­leika við vef­síð­ur. Ed­ge-verk­efn­ið ekki geng­ið að ósk­um fyr­ir Microsoft sem þrýst­ir þó á Wi

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - NORDICPHOTOS/GETTY [email protected]­bla­did.is

Google mun ná enn betri stöðu á vef­vaframark­aði eft­ir að Microsoft til­kynnti í vik­unni að nýr vafri fyr­ir­tæk­is­ins, Microsoft Ed­ge, yrðu end­ur­gerð­ur frá grunni á Chromi­um-vél­inni, opn­um hug­bún­aði frá Google. Eins og stend­ur hef­ur Chrome, sem Chromi­um var gerð fyr­ir, 61,77 pró­senta markaðs­hlut­deild sé lit­ið til tölva, snjallsíma, spjald­tölva og leikja­tölva. Ed­ge hef­ur hins veg­ar ekki nema 2,15 pró­sent sem er meira að segja minna en In­ter­net Explor­er, gamli vafri Microsoft sem eitt sinn var sá vin­sæl­asti í heimi.

Microsoft sagði í til­kynn­ingu á vef sín­um að þessi ákvörð­un hefði ver­ið tek­in til þess að bæta upp­lif­un not­enda af vafr­an­um og til þess að auð­velda fyr­ir­tæk­inu að bjóða not­end­um Mac OS stýri­kerf­is­ins upp á Ed­ge.

Í ljósi þess­ar­ar ráð­andi stöðu Google Chrome á vaframark­aði er sá vafri flest­um vef­hönn­uð­um og for­rit­ur­um efst­ur í hugsa þeg­ar vef­síð­ur eru sett­ar sam­an. Það ger­ir það að verk­um að marg­ar síð­ur líta verr út, eða virka hrein­lega verr, fyr­ir not­end­ur vafra á borð við Ed­ge.

„Not­end­ur Microsoft Ed­ge munu sjá bætt­an sam­þýð­an­leika við all­ar vef­síð­ur og fá betri raf­hlöðu­end­ingu á alls kon­ar Windows-tækj­um,“var haft eft­ir Joe Belfi­ore, ein­um vara­for­seta Microsoft, í til­kynn­ing­unni.

Tæp­lega er hægt að segja að Ed­ge-verk­efn­ið hafi geng­ið von­um fram­ar. Sér­stak­lega séu töl­ur um markaðs­hlut­deild hafð­ar í huga. Microsoft hef­ur grip­ið til ým­issa ráða til þess að hvetja neyt­end­ur til að prófa vafrann. Frétta­blað­ið fjall­aði síð­ast um þessa hvata, sem tækni­á­huga­menn túlka frek­ar sem ýtni, í sept­em­ber.

Sem dæmi um þessa hvatn­ingu Microsoft til Ed­ge-notk­un­ar má nefna það að still­ing­ar um sjálf­gef­inn vafra hafa átt það til að end­urstill­ast yf­ir á Ed­ge eft­ir stýri­kerf­is­upp­færsl­ur, aug­lýs­ing­ar á lás­skjá­um og í möpp­um og svo venju­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferð­ir á net­inu og í fjöl­miðl­um.

Bl­aða­mað­ur sló inn leit­ar­orð­ið „Chrome“inn í Bing, leit­ar­vél Microsoft, í Ed­ge-vafr­an­um. Fyr­ir of­an leit­arnið­ur­stöð­urn­ar birt­ist stór borði sem á stóð „Promoted by Microsoft“. Í borð­an­um sjálf­um stóð svo að Ed­ge væri hrað­virk­ari og ör­ugg­ari vafri fyr­ir Windows 10. Bl­aða­mað­ur fékk sömu­leið­is upp­lýs­ing­ar um að Ed­ge væri spar­neytn­ari á raf­hlöð­una og hrað­virk­ari. Þær full­yrð­ing­ar hafa tækni­blogg­ar­ar sýnt fram á að stand­ist ekki al­far­ið.

Ed­ge, nýr vafri Microsoft, hef­ur ekki not­ið mik­illa vin­sælda.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.