Sögu­leg stund þeg­ar Ang­ela Merkel steig úr for­manns­stól

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, hélt í gær sína síð­ustu ræðu sem formað­ur Kristi­legra demó­krata. Hún mun þó áfram sitja sem kansl­ari til loka kjör­tíma­bils. Merkel sagði flokk­inn hafa breyst mik­ið í átján ára for­manns­tíð henn­ar og að næsta for­manns bið

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - NORDICPHOTOS/AFP NORDICPHOTOS/AFP [email protected]­bla­did.is

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, hélt í gær sína síð­ustu ræðu sem formað­ur Kristi­legra demó­krata (CDU) eft­ir átján ára for­manns­tíð. Ræð­una hélt Merkel á lands­fundi flokks­ins þar sem nýr formað­ur verð­ur val­inn. Merkel læt­ur þó ekki af störf­um sem kansl­ari fyrr en að kjör­tíma­bil­inu loknu, ár­ið 2021 að öllu óbreyttu. Þá mun hún sigla upp að hlið Helmuts Kohl sem þaul­sætn­asti kansl­ari rík­is­ins.

Þrjú bit­ust um að taka við af Merkel. Ann­egret Kramp-Kar­ren­bau­er bar sig­ur úr být­um. Hún fékk 45 pró­sent í fyrri lotu at­kvæða­greiðsl­unn­ar í gær, vann þá seinni með 51,8 pró­sent­um at­kvæða, er rit­ari flokks­ins, köll­uð „Mini-Merkel“og af­ar ná­in kansl­ar­an­um.

Næst­vin­sæl­ast­ur var svo Friedrich Merz, at­hafna­mað­ur sem var valda­mik­ill í flokkn­um um alda­mót­in en fjar­lægð­ist hann þeg­ar Merkel tók við völd­um. Hann þyk­ir íhalds­sam­ari og hægris­inn­aðri en Merkel og fékk 39,2 pró­sent í fyrri um­ferð í gær og 48,2 pró­sent í þeirri síð­ari.

Heil­brigð­is­ráð­herr­ann Jens Spa­hn, ein von­ar­stjarna CDU, íhalds­sam­ur, sam­kyn­hneigð­ur og kaþólsk­ur, fékk tæp sex­tán pró­sent og datt út í fyrstu um­ferð.

Formað­ur­inn frá­far­andi stikl­aði á stóru í for­tíð, nú­tíð og fram­tíð bæði CDU og Þýska­lands í ræðu sinni.

Hún minnt­ist þess þeg­ar hún tók við flokkn­um ár­ið 2000 þeg­ar CDU var í mik­illi krísu vegna fjár­mögn­un­ar­hneyksl­is.

„Okk­ar CDU er allt ann­ar flokk­ur en sá sem ég tók við ár­ið 2000. Og það er gott. Við get­um ekki hald­ið áfram að lifa í for­tíð­inni held­ur þurf­um við að horfa til fram­tíð­ar,“sagði Merkel en Deutsche Welle sagði að túlka mætti þessi um­mæli kansl­ar­ans sem skot á Friedrich Merz.

Merkel sagði að með því að tryggja sam­stöðu inn­an flokks­ins gætu Kristi­leg­ir demó­krat­ar hald­ið sæti sínu sem stærsti flokk­ur Þýska­lands. Vert er að nefna að flokk­ur­inn mæl­ist í mik­illi lægð í könn­un­um og hef­ur kom­ið illa út úr rík­is­kosn­ing­um að und­an­förnu.

Þá varði hún sitt um­deild­asta stefnu­mál inn­an flokks­ins, já­kvæða af­stöðu til flótta­fólks í neyð. Hún sagði Þýskaland hafa svar­að „mik­illi mann­úð­ar­krísu“á rétt­an hátt en við­ur­kenndi vissu­lega að mál­ið hefði vald­ið mikl­um ill­deil­um inn­an flokks­ins.

Auk­in­held­ur sagði hún að Þýskaland stæði frammi fyr­ir mörg­um erf­ið­um mál­um. Hún nefndi út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu, lofts­lags­breyt­ing­ar og al­menna sam­stöðu inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins sem dæmi.

„ Þetta starf hef­ur fært mér ómælda gleði. Þetta hef­ur ver­ið mér sann­ur heið­ur. Takk kær­lega fyr­ir,“sagði Ang­ela Merkel svo að ræðu lok­inni und­ir tíu mín­útna stand­andi lófa­klappi sam­flokks­manna sinna.

Þetta starf hef­ur fært mér ómælda gleði. Þetta hef­ur ver­ið mér sann­ur heið­ur. Takk kær­lega fyr­ir

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands

Lands­fund­ar­gest­ir risu á fæt­ur í gær og klöpp­uðu fyr­ir Ang­elu Merkel, frá­far­andi for­manni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.