Nau­ert tek­ur við af Haley

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - NORDICPHOTOS/AFP – þea

He­ather Nau­ert, upp­lýs­inga­full­trúi ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is Banda­ríkj­anna, verð­ur skip­uð nýr sendi­herra rík­is­ins hjá Sa­mein­uðu þjóð­un­um. Frá þessu greindu banda­rísk­ir miðl­ar í gær. Með­al ann­ars Fox News, þar sem Nau­ert vann áð­ur sem frétta­kona.

Bloom­berg fjall­aði ít­ar­lega um Nau­ert í gær og sagði um óvenju­legt val að ræða. Hún hefði litla reynslu af störf­um fyr­ir hið op­in­bera og ut­an­rík­is­mál­um, var fyrst skip­uð í starf á þeim vett­vangi í apríl 2017 og þá sem upp­lýs­inga­full­trúi.

Nau­ert mun fylla sæt­ið sem Nikki Haley til­kynnti óvænt um í októ­ber að hún ætl­aði að yf­ir­gefa. Haley hafði gegnt stöð­unni frá því Trump tók við embætti og sagð­ist ekki vera að hætta til þess að fara sjálf í for­setafram­boð gegn Trump. Marg­ir höfðu spáð slíku þar sem hún studdi Trump ekki í kosn­inga­bar­átt­unni 2016. Haley sagð­ist taka ákvörð­un­ina til þess að hleypa ein­hverj­um nýj­um að.

He­ather Nau­ert.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.