Hút­ar sak­að­ir um að beita fanga pynt­ing­um

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – þea NORDICPHOTOS/AFP

Hút­ar, upp­reisn­ar­hreyf­ing­in sem á í stríði við rík­is­stjórn Abd Rabbuh Mans­ur al-Ha­di, for­seta Jem­ens, pynt­ar fanga sína. Þetta er full­yrt í um­fjöll­un AP sem bygg­ir á rann­sókn mið­ils­ins í sam­starfi við Pulitzer-stofn­un­ina.

Alls ræddi AP við 23 ein­stak­linga sem sögð­ust ann­að­hvort hafa sjálf­ir þurft að þola pynt­ing­ar Húta eða séð aðra verða fyr­ir þeim.

Einnig var rætt við skyld­menni pynt­aðra fanga, lög­menn, að­gerða­sinna og þrjá lög­gæslu­menn á veg­um Ha­di-stjórn­ar­inn­ar sem sögð­ust hafa séð merki um pynt­ing­ar.

Sam­tök kven­kyns skyld­menna fanga Húta hafa á skrá rúm­lega 18.000 ein­stak­linga sem Hút­ar hafa tek­ið fasta. Þar af er tal­ið að um þús­und hafi ver­ið pynt­að­ir í leyni­leg­um fang­els­um og að 126 hið minnsta hafi dá­ið vegna pynt­inga Húta frá því þeir tóku yf­ir höf­uð­borg­ina San’a síðla árs 2014.

Leið­tog­ar Húta hafa áð­ur neit­að því að þeir hafi beitt pynt­ing­um. Sam­kvæmt um­fjöll­un AP vildi eng­inn þeirra svara fyr­ir­spurn­um mið­ils­ins.

Frið­ar­við­ræð­ur á milli Húta og Ha­di-stjórn­ar­inn­ar fóru fram í Sví­þjóð í gær. Sam­kvæmt Reu­ters lögðu stjórn­ar­lið­ar til að al­þjóða­flug­völl­ur­inn í Sana, sem Hút­ar halda, yrði opn­að­ur á ný gegn því að leyfi feng­ist til að skoða all­ar þær flug­vél­ar sem fara um flug­völl­inn. Á fimmtu­dag var sam­þykkt að frelsa þús­und­ir fanga. Mart­in Griffiths, sátta­semj­ari á veg­um SÞ, sagði að við­ræð­urn­ar byrj­uðu vel.

Her­menn Húta í höf­uð­borg­inni San’a í nóv­em­ber.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.