Föru­neyt­ið

Fréttablaðið - - FRÉTTIR -

Fimm af sjö ákærðu í mál­inu eru nán­ir vin­ir og hafa ver­ið lengi. Hóp­ur­inn sem ákær­andi kall­ar Föru­neyt­ið, eft­ir Face­book­hópi, er vina­hóp­ur frá Akur­eyri sem fylgst hef­ur að frá æsku. Með­al þeirra eru þekkt­ir af­brota­menn eins og Haf­þór Logi Hlyns­son sem ný­ver­ið var sak­felld­ur fyr­ir pen­inga­þvætti og Sindri Þór Stef­áns­son sem öðl­að­ist frægð eft­ir fræk­inn flótta frá Sogni síð­ast­lið­ið vor. Hann hef­ur hlot­ið nokkra dóma fyr­ir inn­brot, þjófn­aði og kanna­bis­rækt­un. Föru­neyti þetta hef­ur nú söðl­að um og keypt fast­eign­ir á Spáni þar sem þeir búa flest­ir. Tveir af fé­lög­um Föru­neyt­is­ins tóku á móti Sindra í Am­ster­dam eft­ir flótt­ann og stóð­ust ekki freist­ing­una að birta mynd af end­ur­fund­un­um á in­ter­net­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.